Væntanlegur stór hluthafi í MP banka sakaður um mútur 31. október 2009 12:04 Margeir Pétursson stjórnarformaður MP. Norðmaðurinn Endre Rösjö sem verður að öllum líkindum næststærsti hluthafi MP banka er sakaður um að hafa hótað blaðamanni hjá norska dagblaðinu Dagens Næringsliv og borið á hann fé. Í blaðinu er Endre Rösjö borinn þungum sökum. Þar er sagt að hann hafi hótað blaðamanni Dagens Næringsliv og boðið honum háar fjárhæðir eða eina millljón norskra króna fyrir upplýsingar um heimildarmenn. Rösjö hefur kært blaðið fyrir umfjöllun þess um viðskipti hans og norska olíufyrirtækisins DNO sem hann telur byggða á stolnum gögnum. Blaðið fullyrðir að Pinemont Securities, félag í eigu Rösjö hafi haft milligöngu um greiðslur frá DNO til bandarísks erindreka að nafni Peter Galbraiths. DNO á einnig að hafa greitt Galbraith fyrir að hafa auðveldað fyrirtækinu að fá olíusamninga við stjórnvöld í Kúrdahéruðum Íraks árið 2004. Greint hefur verið frá því að til standi að Rösjö leggi MP banka til nýtt hlutafé og greiði fyrir það um fjórtán hundruð milljónir króna. Að því er fram kemur í Morgunblaðinu kanna forsvarsmenn MP banka nú hvort eitthvað sé á bak við fréttirnir í norska blaðinu. Gunnar Karl Guðmundsson forstjóri MP banka vildi ekki tjá sig um málið. Hvorki náðist í Margeir Pétursson stjórnarformann MP né Sigfús Ingimundarsson varaformann. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norðmaðurinn Endre Rösjö sem verður að öllum líkindum næststærsti hluthafi MP banka er sakaður um að hafa hótað blaðamanni hjá norska dagblaðinu Dagens Næringsliv og borið á hann fé. Í blaðinu er Endre Rösjö borinn þungum sökum. Þar er sagt að hann hafi hótað blaðamanni Dagens Næringsliv og boðið honum háar fjárhæðir eða eina millljón norskra króna fyrir upplýsingar um heimildarmenn. Rösjö hefur kært blaðið fyrir umfjöllun þess um viðskipti hans og norska olíufyrirtækisins DNO sem hann telur byggða á stolnum gögnum. Blaðið fullyrðir að Pinemont Securities, félag í eigu Rösjö hafi haft milligöngu um greiðslur frá DNO til bandarísks erindreka að nafni Peter Galbraiths. DNO á einnig að hafa greitt Galbraith fyrir að hafa auðveldað fyrirtækinu að fá olíusamninga við stjórnvöld í Kúrdahéruðum Íraks árið 2004. Greint hefur verið frá því að til standi að Rösjö leggi MP banka til nýtt hlutafé og greiði fyrir það um fjórtán hundruð milljónir króna. Að því er fram kemur í Morgunblaðinu kanna forsvarsmenn MP banka nú hvort eitthvað sé á bak við fréttirnir í norska blaðinu. Gunnar Karl Guðmundsson forstjóri MP banka vildi ekki tjá sig um málið. Hvorki náðist í Margeir Pétursson stjórnarformann MP né Sigfús Ingimundarsson varaformann.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira