Tap á íslensku bönkunum verður kosningamál í Kent 14. maí 2009 09:34 Kjördæminu Kent í Englandi er stjórnað af Íhaldsflokknum sem raunar hefur mikinn meirihluta í sveitarstjórnum héraðsins. En kosningar eru framundan og tap sveitarstjórnanna á íslensku bönkunum verður eitt af kosningarmálunum. Í umfjöllun um málið á BBC segir að reiknað sé með að stjórn Íhaldsflokksins haldi í kosningunum þann 4. Júní n.k. enda meirihlutinn mikill en Íhaldsmenn ráða 56 stjórnum á móti 20 hjá Verkamannaflokknum en Frjálslyndir eru síðan með sex stjórnir. BBC segir að 50 milljón punda, eða 9,6 milljarða kr., tap sveitarstjórnanna á íslensku bönkunum verði eitt aðal kosningamálið. Bæði Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir vilja að kjósendur refsi Íhaldsflokknum fyrir að hafa farið gáleysislega með almanna fé með því að setja það inn á hávaxtareikninga hjá íslensku bönkunum í Bretlandi. Fé sem mjög óljóst er hvort nokkurn tímann muni endurheimtast. „Báðir flokkarnir hafa hvatt kjósendur til að láta Íhaldsmenn finna fyrir því og reiði almennings yfir málinu gæti skilað sér í kjörkassana," segir í frétt BBC. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kjördæminu Kent í Englandi er stjórnað af Íhaldsflokknum sem raunar hefur mikinn meirihluta í sveitarstjórnum héraðsins. En kosningar eru framundan og tap sveitarstjórnanna á íslensku bönkunum verður eitt af kosningarmálunum. Í umfjöllun um málið á BBC segir að reiknað sé með að stjórn Íhaldsflokksins haldi í kosningunum þann 4. Júní n.k. enda meirihlutinn mikill en Íhaldsmenn ráða 56 stjórnum á móti 20 hjá Verkamannaflokknum en Frjálslyndir eru síðan með sex stjórnir. BBC segir að 50 milljón punda, eða 9,6 milljarða kr., tap sveitarstjórnanna á íslensku bönkunum verði eitt aðal kosningamálið. Bæði Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir vilja að kjósendur refsi Íhaldsflokknum fyrir að hafa farið gáleysislega með almanna fé með því að setja það inn á hávaxtareikninga hjá íslensku bönkunum í Bretlandi. Fé sem mjög óljóst er hvort nokkurn tímann muni endurheimtast. „Báðir flokkarnir hafa hvatt kjósendur til að láta Íhaldsmenn finna fyrir því og reiði almennings yfir málinu gæti skilað sér í kjörkassana," segir í frétt BBC.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira