Útlendingar mjólka danska skattkerfið 23. september 2009 09:54 Ríkissjóður Danmerkur er hreint sjálfsafgreiðslu hlaðborð fyrir hátt í 50.000 útlendinga sem vinna í landinu. Og það eru í raun engir möguleikar á að hafa stjórn á því. Ferðafrádráttur upp allt á 100.000 kr. danskar, eða 2,4 milljónir kr., barnabætur löng eftir heimkomuna og flótti til útlanda ef skattaskuld stendur eftir. Þannig hljómar neyðaróp í átta síðna bréfi sem blaðinu Börsen hefur borist, að því er virðist frá fjölda af örvæntingarfullum starfsmönnum dönsku skattstofunnar. Börsen hefur ekki tekist að upplýsa hverjir standi að baki bréfinu en skattasérfræðingur sem blaðið ráðfærði sig við segir að það geti aðeins komið af skrifstofum skattsins m.v. þær upplýsingar sem koma fram í því. Þær upplýsingar eru sláandi að mati Börsen en skattamisnotkunin er einkum bundin við starfsfólk frá austurhluta Evrópu. Samkvæmt bréfinu getur pólskur verkamaður fengið 12.000 danskrar kr., eða 290 þúsund kr., í barnabætur fyrir hvert af börnum sínum sem búa í Póllandi. Hann getur einnig fengið tvöfaldan persónufrádrátt eða 86.000 danskra kr. (rúmar 2 milljónir kr.) við að yfirfæra frádrátt fyrir eiginkonu sína þótt hún sé enn búsett í Póllandi. Samkvæmt fréttinni í Börsen þýða þessir skattafrádrættir og ýmsir fleiri sem tilgreindir eru í bréfinu að í raun borgi fjölmargir útlendingar sem vinna í Danmörku engan skatt þar í landi. Fari svo að þeir séu í þeim hóp sem borgar skatta, og skuldi þá, er einfalt að flytja aftur frá Danmörku og þar með frá skuldinni því skatturinn á nær enga möguleika að innheimta hana í því tilviki. Aðstoðarforstjóri Skat Udland, Ove Fournaise, segir í samtali við Börsen að innheimta á sköttum sem útlendingum ber að borga sé forgangsatriði hjá embætti hans. Hinsvegar viðurkennir hann að stjórn á slíku sé erfið. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Nemendur búa sig undir vinnumarkaðinn á stafrænum Atvinnudögum HÍ Atvinnulíf Kjúklingur Panang – nýjung frá 1944 Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ríkissjóður Danmerkur er hreint sjálfsafgreiðslu hlaðborð fyrir hátt í 50.000 útlendinga sem vinna í landinu. Og það eru í raun engir möguleikar á að hafa stjórn á því. Ferðafrádráttur upp allt á 100.000 kr. danskar, eða 2,4 milljónir kr., barnabætur löng eftir heimkomuna og flótti til útlanda ef skattaskuld stendur eftir. Þannig hljómar neyðaróp í átta síðna bréfi sem blaðinu Börsen hefur borist, að því er virðist frá fjölda af örvæntingarfullum starfsmönnum dönsku skattstofunnar. Börsen hefur ekki tekist að upplýsa hverjir standi að baki bréfinu en skattasérfræðingur sem blaðið ráðfærði sig við segir að það geti aðeins komið af skrifstofum skattsins m.v. þær upplýsingar sem koma fram í því. Þær upplýsingar eru sláandi að mati Börsen en skattamisnotkunin er einkum bundin við starfsfólk frá austurhluta Evrópu. Samkvæmt bréfinu getur pólskur verkamaður fengið 12.000 danskrar kr., eða 290 þúsund kr., í barnabætur fyrir hvert af börnum sínum sem búa í Póllandi. Hann getur einnig fengið tvöfaldan persónufrádrátt eða 86.000 danskra kr. (rúmar 2 milljónir kr.) við að yfirfæra frádrátt fyrir eiginkonu sína þótt hún sé enn búsett í Póllandi. Samkvæmt fréttinni í Börsen þýða þessir skattafrádrættir og ýmsir fleiri sem tilgreindir eru í bréfinu að í raun borgi fjölmargir útlendingar sem vinna í Danmörku engan skatt þar í landi. Fari svo að þeir séu í þeim hóp sem borgar skatta, og skuldi þá, er einfalt að flytja aftur frá Danmörku og þar með frá skuldinni því skatturinn á nær enga möguleika að innheimta hana í því tilviki. Aðstoðarforstjóri Skat Udland, Ove Fournaise, segir í samtali við Börsen að innheimta á sköttum sem útlendingum ber að borga sé forgangsatriði hjá embætti hans. Hinsvegar viðurkennir hann að stjórn á slíku sé erfið.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Nemendur búa sig undir vinnumarkaðinn á stafrænum Atvinnudögum HÍ Atvinnulíf Kjúklingur Panang – nýjung frá 1944 Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur