Viðskipti erlent

Fyrstu greiðslur úr þrotabúi Kaupþings í Bretlandi hækka

Fyrstu greiðslur úr þrotabúi Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi verða hærri en áður var áætlað. Þetta kemur fram hjá skiptastjórum Ernst & Young sem stjórna búinu.

Eigendur skuldabréfa, sem eiga samtals 250 milljón punda kröfur, eða tæpa 52 milljarða kr., fá upphafsgreiðslu sem nemur 20% af kröfunum. Í maí töldu skiptastjórarnir að hlutfallið yrði aðeins 10%.

Í frétt á Reuters kemur fram að í talið er að um 50% fáist upp í kröfurnar þegar skiptunum úr þrotabúinu er lokið.

Talsmaður Ernst & Young segir að innheimtur í þrotabúið hafi verið meiri en skiptastjórarnir áttu von á í upphafi. „Það er líklegt að áframhald af greiðslum úr þrotabúinu verði tilkynntar í september eða október," segir talsmaðurinn.

Skiptastjórarnir hafa hafnað kröfu eins og fjármálafyrirtækjum bankans, KSF Funding, sem hljóðar upp á 242 milljón punda eða um 50 milljarða kr. Mun því máli verða vísað til ákvörðunar dómstóla.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×