Vilja að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA 1. október 2009 08:15 Fjármálafyrirtækið Unimex og leiguflugsfélagið Travel Service hafa lagt fram sameiginlegt tilboð í tékkneska ríkisflugfélagið Czech Airlines (CSA). Tilboðið er háð því að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA. Travel Service er í meirihlutaeigu Icelandair. Tilboðið hljóðar upp á einn milljarðar tékkneskra króna eða ríflega 7 milljarða kr. Tapið af rekstrinum sem tilboðsaðilar vilja að tékkneska ríkið yfirtaki áður en af kaupunum verði nemur hinsvegar tæpum 5 milljörðum kr. að því er sérfræðingar telja. Í frétt um málið á Dow Jones fréttaveitunni segir að sem stendur sé eigið fé CSA neikvætt. Vladka Dufkova talskona Travel Service segir að tilboð þeirra og Unimex sé háð því að allt núverandi hlutafé CSA verði afskrifað að fullu. Hinsvegar séu tilboðshafarnir tilbúnir til að yfirtaka allar aðrar fjárhagslegar skuldbindingar CSA sem eru taldar nema rúmlega 90 milljörðum kr. Þar á meðal eru flugvélaleigusamningar. Tékknesk stjórnvöld hafa ekki sett neinn lokafrest á að svara tilboðinu í CSA. Hinsvegar segir Jakub Haas talsmaður tékkneska fjármálaráðuneytisins að ákvörðun muni liggja fyrir í næsta mánuði. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjármálafyrirtækið Unimex og leiguflugsfélagið Travel Service hafa lagt fram sameiginlegt tilboð í tékkneska ríkisflugfélagið Czech Airlines (CSA). Tilboðið er háð því að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA. Travel Service er í meirihlutaeigu Icelandair. Tilboðið hljóðar upp á einn milljarðar tékkneskra króna eða ríflega 7 milljarða kr. Tapið af rekstrinum sem tilboðsaðilar vilja að tékkneska ríkið yfirtaki áður en af kaupunum verði nemur hinsvegar tæpum 5 milljörðum kr. að því er sérfræðingar telja. Í frétt um málið á Dow Jones fréttaveitunni segir að sem stendur sé eigið fé CSA neikvætt. Vladka Dufkova talskona Travel Service segir að tilboð þeirra og Unimex sé háð því að allt núverandi hlutafé CSA verði afskrifað að fullu. Hinsvegar séu tilboðshafarnir tilbúnir til að yfirtaka allar aðrar fjárhagslegar skuldbindingar CSA sem eru taldar nema rúmlega 90 milljörðum kr. Þar á meðal eru flugvélaleigusamningar. Tékknesk stjórnvöld hafa ekki sett neinn lokafrest á að svara tilboðinu í CSA. Hinsvegar segir Jakub Haas talsmaður tékkneska fjármálaráðuneytisins að ákvörðun muni liggja fyrir í næsta mánuði.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira