Grísk fjármáladrottning keypti stærstu snekkju heimsins 14. desember 2009 10:47 Frá því í ágúst í sumar hefur ýmislegt slúður komist á kreik um hver hafi keypt Maltese Falcon, stærstu snekkju heimsins. Flestir hafa veðjað á nýríka Rússa eða eigendur vogunarsjóða. Það var nokkuð til í því síðarnefnda því kaupandinn er grískættaða fjármáladrottningin Elena Ambrosiadou.Elena er eigandi vogunarsjóðsins Ikos Partners sem er til heimilis á Kýpur en starfar bæði í London og New York. Elena borgaði 120 milljónir dollara eða rúmlega 15 milljarða kr. fyrir Maltese Falcon sem var nokkuð yfir verðmati sérfræðinga sem lá í kringum 100 milljónir dollara.Elena var í fyrra kjörin efnaðasti frumkvöðull Bretlandseyja í hópi kvenna en auðæfi hennar voru þá metin á 357 milljónir dollara. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að sennilega hafi auðæfin verið vanmetin ef Elena hefur efni á að greiða 120 milljónir dollara fyrir snekkju.Sjálf segist hin rúmlega fimmtuga Elena vera stolt af því að eiga Maltese Falcon en hún segir jafnframt að 90 stunda vinnuvika sín geri það að verkum að hún hafi lítinn tíma til að sigla snekkjunni. Verður Maltese Falcon því leigð út hverjum sem hafa vill og getur borgað rúmlega hálfa milljón dollara á viku í leiguna.Vogunarsjóð sinn stofnaði Elena ásamt manni sínum árið 1992. Hún er menntuð sem efnaverkfræðingur og þegar hún var 27 ára gömul varð hún yngsti alþjóðaforstjórinn í sögu British Petrol.Snekkjan Maltese Flacon þykir einstök í sinni röð. Tölvuvæðingin um borð gerir það að verkum að einn maður getur siglt henni þrátt fyrir viðamikinn seglbúnað. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Frá því í ágúst í sumar hefur ýmislegt slúður komist á kreik um hver hafi keypt Maltese Falcon, stærstu snekkju heimsins. Flestir hafa veðjað á nýríka Rússa eða eigendur vogunarsjóða. Það var nokkuð til í því síðarnefnda því kaupandinn er grískættaða fjármáladrottningin Elena Ambrosiadou.Elena er eigandi vogunarsjóðsins Ikos Partners sem er til heimilis á Kýpur en starfar bæði í London og New York. Elena borgaði 120 milljónir dollara eða rúmlega 15 milljarða kr. fyrir Maltese Falcon sem var nokkuð yfir verðmati sérfræðinga sem lá í kringum 100 milljónir dollara.Elena var í fyrra kjörin efnaðasti frumkvöðull Bretlandseyja í hópi kvenna en auðæfi hennar voru þá metin á 357 milljónir dollara. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að sennilega hafi auðæfin verið vanmetin ef Elena hefur efni á að greiða 120 milljónir dollara fyrir snekkju.Sjálf segist hin rúmlega fimmtuga Elena vera stolt af því að eiga Maltese Falcon en hún segir jafnframt að 90 stunda vinnuvika sín geri það að verkum að hún hafi lítinn tíma til að sigla snekkjunni. Verður Maltese Falcon því leigð út hverjum sem hafa vill og getur borgað rúmlega hálfa milljón dollara á viku í leiguna.Vogunarsjóð sinn stofnaði Elena ásamt manni sínum árið 1992. Hún er menntuð sem efnaverkfræðingur og þegar hún var 27 ára gömul varð hún yngsti alþjóðaforstjórinn í sögu British Petrol.Snekkjan Maltese Flacon þykir einstök í sinni röð. Tölvuvæðingin um borð gerir það að verkum að einn maður getur siglt henni þrátt fyrir viðamikinn seglbúnað.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira