Financial Times tekur upp hanskann fyrir Íslendinga 12. ágúst 2009 10:58 Leiðari breska blaðsins Financial Times er í dag helgaður Icesave samningunum og mögulegum afleiðingum þess máls. Þar er hanskinn tekinn upp fyrir Íslendinga og mælt með því að málsaðilar skipti betur með sér þeim byrðum sem af Icesave hafa hlotist. Leiðarahöfundur segir að Bretar og Hollendingar hafi ekki gert ráð fyrir slæmum viðtökum íslenskra kjósenda við samningnum. Málið sitji nú fast í nefndum Alþingis og ekki útlit fyrir að samningurinn fái brautargengi á þeim bænum. Blaðið bendir á að þó að upphæðin sem samið hafi verið um að Íslendingar þurfi að borga sé lítil miðað við flest ríki. Hins vegar jafngildi samningurinn því að hver Íslendingur þurfi að borga sem svarar tíu þúsund pundum þegar litið er til þess hve fámenna þjóð sé um að ræða. Þá segir einnig að sumir hafi líkt Icesave samningunum við Versalasamningana eftir fyrra stríð en leiðarahöfundi finnst nærtækara að líkja málinu við það sem gerðist í Chile á níunda áratugnum þegar ríkið tók á sig gríðarlegar skuldir sem leiddu til stöðnunar í landinu næstu tíu árin á eftir. Sama gæti gerst á Íslandi að mati blaðsins og spyr leiðarahöfundur hvort sú niðurstaða gagnist nokkrum. Þá er einnig bent á að betri samskipti þessara ríkja geti leitt til þess að betur gangi að varpa ljósi á það sem olli bankahruninu. Meiri líkur yrðu á samstarfi sem aftur myndi auka líkurnar á því að sem mest fáist til baka upp í skuldir Landsbankans. Að mati Financial Times bera allir aðilar ákveðna sök í málinu. Íslendingar og íslensk stjórnvöld beri vissulega sök, en Hollendingar og Bretar hefðu átt að fylgjast betur með og átta sig fyrr á því að kostaboðum Landsbankans varð að fylgja örugg trygging innistæðnanna. þess og því ætti að skipta byrðunum sem af þessu "rugli" hjótast jafnar á málsaðila. Það yrði öllum til hagsbóta þegar fram í sækir.Leiðara FT má lesa hér. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Leiðari breska blaðsins Financial Times er í dag helgaður Icesave samningunum og mögulegum afleiðingum þess máls. Þar er hanskinn tekinn upp fyrir Íslendinga og mælt með því að málsaðilar skipti betur með sér þeim byrðum sem af Icesave hafa hlotist. Leiðarahöfundur segir að Bretar og Hollendingar hafi ekki gert ráð fyrir slæmum viðtökum íslenskra kjósenda við samningnum. Málið sitji nú fast í nefndum Alþingis og ekki útlit fyrir að samningurinn fái brautargengi á þeim bænum. Blaðið bendir á að þó að upphæðin sem samið hafi verið um að Íslendingar þurfi að borga sé lítil miðað við flest ríki. Hins vegar jafngildi samningurinn því að hver Íslendingur þurfi að borga sem svarar tíu þúsund pundum þegar litið er til þess hve fámenna þjóð sé um að ræða. Þá segir einnig að sumir hafi líkt Icesave samningunum við Versalasamningana eftir fyrra stríð en leiðarahöfundi finnst nærtækara að líkja málinu við það sem gerðist í Chile á níunda áratugnum þegar ríkið tók á sig gríðarlegar skuldir sem leiddu til stöðnunar í landinu næstu tíu árin á eftir. Sama gæti gerst á Íslandi að mati blaðsins og spyr leiðarahöfundur hvort sú niðurstaða gagnist nokkrum. Þá er einnig bent á að betri samskipti þessara ríkja geti leitt til þess að betur gangi að varpa ljósi á það sem olli bankahruninu. Meiri líkur yrðu á samstarfi sem aftur myndi auka líkurnar á því að sem mest fáist til baka upp í skuldir Landsbankans. Að mati Financial Times bera allir aðilar ákveðna sök í málinu. Íslendingar og íslensk stjórnvöld beri vissulega sök, en Hollendingar og Bretar hefðu átt að fylgjast betur með og átta sig fyrr á því að kostaboðum Landsbankans varð að fylgja örugg trygging innistæðnanna. þess og því ætti að skipta byrðunum sem af þessu "rugli" hjótast jafnar á málsaðila. Það yrði öllum til hagsbóta þegar fram í sækir.Leiðara FT má lesa hér.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira