Atvinnuleysi fer vaxandi á Bretlandi. Á undanförnum þremur mánuðum hafa 281 þúsund manns orðið atvinnulausir sem er mesta aukning atvinnuleysis á einum ársfjórðungi í sögu Bretlands. Atvinnuleysi mælist nú 7,6% sem er meira en spár höfðu gert ráð fyrir og það versta síðan í janúar 1997, síðan Verkamannaflokkurinn tók við völdum. Sky fréttaveitan greinir frá þessu í dag.
Heildarfjöldi atvinnulaustra mælist nú rétt tæplega 2,4 milljónir og hefur atvinnulausum á Bretlandi fjölgað samfleytt í sextán mánuði.
Framleiðslustörfum heldur áfram að fækka í landinu en 201 þúsund starfsmenn hafa misst atvinnu sína í framleiðslugeiranum undanfarna tólf mánuði. Starfsmenn í þessum geira eru nú í sögulegu lágmarki eða 2,6 milljónir.
Bretland er mikilvægt framleiðsluríki en þar hófst iðnbyltingin á síðari hluta 18. aldar.
Atvinnuleysi eykst á Bretlandi

Mest lesið

Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið
Viðskipti innlent


Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun
Viðskipti innlent

Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist
Viðskipti innlent

Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna
Viðskipti innlent


Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum
Viðskipti erlent

Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent
Viðskipti innlent

Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni
Viðskipti innlent