Fótbolti

Henry missir af leiknum gegn Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Thierry Henry í fyrri leiknum gegn Chelsea.
Thierry Henry í fyrri leiknum gegn Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Thierry Henry verður ekki með Barcelona í leiknum gegn Chelsea í Lundúnum nú á miðvikudaginn en hann verður frá næstu tvær vikurnar vegna meiðsla.

Barcelona mætir Chelsea í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en liðin skildu jöfn í markalausu jafntefli í síðustu viku.

Barcelona skoraði hins vegar sex mörk gegn Real Madrid á útivelli um helgina og Henry skoraði tvö þeirra. En hann meiddist hins vegar á hné í leiknum og þurfti að fara af velli snemma í síðari hálfleik.

Auk leiknum gegn Chelsea mun Henry sennilega missa af leik Börsunga gegn Villarreal um helgina þar sem liðið getur tryggt sér spænska meistaratitilinn. Hann gæti einnig misst af úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar í næstu viku.

Talið er líklegt að Andrés Iniesta muni taka stöðu Henry í sókninni sem skilur eftir pláss á miðjunni fyrir annað hvort Seydou Keita, Sergi Busquets eða Eið Smára Guðjohnsen á miðjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×