Sport

Vucinic samdi við Roma - Totti og Spalletti næstir?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Totti og Vucinic á góðri stundu.
Totti og Vucinic á góðri stundu. Mynd/NordicphotosGetty

Ítalska félagið Roma tilkynnti í dag að framherjinn Mirko Vucinic hafi skrifað undir nýjan samning við félagið. Samningurinn gildir til júníloka árið 2013.

Þá er fastlega búist við því að "herra Roma", Francesco Totti, muni framlengja samning sinn við félagið til ársins 2014 á allra næstu dögum.

"Ég er alveg rólegur. Forráðamenn félagsins vita að ég vill enda ferilinn með Roma og að ég vilji spila til ársins 2014," segir Totti en núgildandi samningur hans við félagið rennur út sumarið 2010.

Framtíð knattspyrnustjórans Luciano Spalletti hefur hins vegar verið óljós en Totti gaf þó til kynna í samtali við ítalska fjölmiðla að hann væri viss um að knattspyrnustjórinn yrði áfram hjá félaginu.

"Spalletti verður áfram, vona ég. Ég er búinn að tala við forseta Roma og hún lofaði mér því að Spalletti færi hvergi og ég verð að trúa því," segir Totti í samtali við Corriere dello Sport.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×