Fótbolti

Berlusconi: Ronaldinho er okkar Usain Bolt

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ronaldinho.
Ronaldinho. Nordic photos/AFP

Forsetinn skrautlegi Silvio Berlusconi hjá AC Milan hefur fulla trú á því að Brasilíumaðurinn Ronaldinho eigi eftir að springa út með ítalska félaginu á komandi leiktíð í Serie A-deildinni sem hefst á laugardaginn.

Hinn 29 ára gamli Ronaldinho náði ekki alveg fyrri hæðum hjá AC Milan eftir 18 milljón punda félagsskipti sín frá Barcelona í fyrra þó svo að hann hafi endað leiktíðina með 10 mörk í 32 leikjum í öllum keppnum.

Berlusconi hefur hins vegar fulla trú á því að brasilíski snillingurinn eigi eftir að sýna sitt rétta andlit og líkir honum við spretthlauparann Usain Bolt.

„Usain Bolt? Við eigum einn svoleiðis í Ronaldinho. Hann var draumur og fyrirmynd íþróttaáhugamanna um heim allan og ég er sannfærður um að hann geti aftur náð þeim stalli," segir Berlusconi í viðtali við Gazzetta dello Sport.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×