Látlausar hækkanir á helstu hlutabréfamörkuðum ytra 28. júlí 2009 11:59 Hlutabréf á helstu mörkuðum úti hafa nú hækkað látlaust í verði á aðra viku og hefur annað eins ekki sést um langa hríð. Í Bandaríkjunum hafa helstu hlutabréfavísitölur hækkað samfellt undanfarna 12 daga. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að helstu ástæður þessarar miklu hækkunarhrinu vestanhafs er uppgjörstíð sem er umfram væntingar og uppfærðar afkomuspár sem segja að það versta sé nú afstaðið á mörkuðum. Árshlutauppgjör þeirra félaga sem hlutabréfavísitalan Standard & Poor´s 500 tekur til hafa að meðaltali verið um það bil 11% yfir meðalspám sem hefur glætt væntingar markaðsaðila. Þá hjálpaði það einnig mörkuðum vestanhafs í gær að nýjar tölur um veltu á íbúðarmarkaði í júní gefur vísbendingu um að húsnæðismarkaðurinn gæti verið á batavegi. Eins og skemmst er að minnast má rekja rætur alþjóðlegu fjármálakreppunnar til vandræða á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum sem byrjuðu að smita út frá sér sumarið 2007.Undanfarna daga hafa hlutabréfamarkaðir í Evrópu verið fagurgrænir en þar líkt og í Bandaríkjunum hafa það fyrst og fremst verið framúrskarandi góð uppgjörstíð sem hefur dregið vagninn en meira en helmingur þeirra 86 félaga sem Dow Jones Stoxx 600 vísitalan tekur til hafa skilað uppgjörum yfir væntingum. Viðsnúnings á þessari þróun hefur þó gætt í morgun og hafa hlutabréf lækkað í verði í viðskiptum dagsins í öllum helstu kauphöllum Evrópu. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hlutabréf á helstu mörkuðum úti hafa nú hækkað látlaust í verði á aðra viku og hefur annað eins ekki sést um langa hríð. Í Bandaríkjunum hafa helstu hlutabréfavísitölur hækkað samfellt undanfarna 12 daga. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að helstu ástæður þessarar miklu hækkunarhrinu vestanhafs er uppgjörstíð sem er umfram væntingar og uppfærðar afkomuspár sem segja að það versta sé nú afstaðið á mörkuðum. Árshlutauppgjör þeirra félaga sem hlutabréfavísitalan Standard & Poor´s 500 tekur til hafa að meðaltali verið um það bil 11% yfir meðalspám sem hefur glætt væntingar markaðsaðila. Þá hjálpaði það einnig mörkuðum vestanhafs í gær að nýjar tölur um veltu á íbúðarmarkaði í júní gefur vísbendingu um að húsnæðismarkaðurinn gæti verið á batavegi. Eins og skemmst er að minnast má rekja rætur alþjóðlegu fjármálakreppunnar til vandræða á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum sem byrjuðu að smita út frá sér sumarið 2007.Undanfarna daga hafa hlutabréfamarkaðir í Evrópu verið fagurgrænir en þar líkt og í Bandaríkjunum hafa það fyrst og fremst verið framúrskarandi góð uppgjörstíð sem hefur dregið vagninn en meira en helmingur þeirra 86 félaga sem Dow Jones Stoxx 600 vísitalan tekur til hafa skilað uppgjörum yfir væntingum. Viðsnúnings á þessari þróun hefur þó gætt í morgun og hafa hlutabréf lækkað í verði í viðskiptum dagsins í öllum helstu kauphöllum Evrópu.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira