Fótbolti

De Rossi: Það er stuðningsmönnum Roma að kenna að Spalletti fór

Ómar Þorgeirsson skrifar
Daniele De Rossi.
Daniele De Rossi. Nordic photos/AFP

Miðjumaðurinn Daniele De Rossi hjá Roma og ítalska landsliðinu tjáði sig um óvænt brotthvarf knattspyrnustjórans Luciano Spalletti frá Roma eftir 2-0 sigur Ítalíu gegn Búlgaríu í undankeppni HM 2010 í gærkvöld.

Spalletti hætti mjög skyndilega á dögunum og Claudio Ranieri var ráðinn í hans stað.

„Mér líður enn illa yfir því að Spalletti hafi yfirgefið Roma. Mér fannst mjög ósanngjarnt hvernig stuðningsmenn Roma skelltu skuldinni á Spalletti eftir frábært starf sem hann hefur unnið fyrir félagið. Hann tók við stjórastöðunni á mjög erfiðum tíma og gerði kraftaverk með því að koma liðinu aftur í fremstu röð á Ítalíu.

Hann hjálpaði mér mjög mikið og ég tók miklum framförum undir hans stjórn og á honum því mikið að þakka," sagði De Rossi í viðtali við Rai sjónvarpsstöðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×