Dönsk stjórnvöld kanna málssókn gegn eigin fjármálaeftirliti 17. september 2009 14:16 Ríkisstjórn Danmerkur er nú að kanna hvort hægt sé að hefja málsókn (tjenestemandssag) gegn stjórn danska fjármálaeftirlitsins. Ástæðan fyrir málsókinni er ábótavant eftirlit hins danska FME með Roskilde Bank sem varð gjaldþrota fyrr í ár. Í dönskum fjölmiðlum þessa stundina er sagt að Lene Espersen efnahags- og viðskiptaráðherra Danmerkur muni mæla með að lögfræðingar hefji undirbúning málsóknarinnar á næstunni. Þetta hafi verið niðurstaða á lokuðum fundi ráðherra með fjármálanefnd danska þingsins í síðasta mánuði. Í fundargerð frá fyrrgreindum fundi sem nú hefur verið gerð opinber í Danmörku segir m.a. að þótt störf fjármálaeftirlitsins séu traust og fagleg er samt um að ræða alvarleg atriði í störfunum sem þarfnast nánari skoðunnar. Einnig hvort þau atriði eigi að hafa eftirköst. Lene Espersen bendir sjálf á að Ríkisendurskoðandi Danmerkur hafi gagnrýnt fjármálaeftirlitið fyrir að hafa ekki fylgt nægilega eftir eigin ábendingum um áhættuna í rekstri Roskilde Bank á árinum 2004 til 2008. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ríkisstjórn Danmerkur er nú að kanna hvort hægt sé að hefja málsókn (tjenestemandssag) gegn stjórn danska fjármálaeftirlitsins. Ástæðan fyrir málsókinni er ábótavant eftirlit hins danska FME með Roskilde Bank sem varð gjaldþrota fyrr í ár. Í dönskum fjölmiðlum þessa stundina er sagt að Lene Espersen efnahags- og viðskiptaráðherra Danmerkur muni mæla með að lögfræðingar hefji undirbúning málsóknarinnar á næstunni. Þetta hafi verið niðurstaða á lokuðum fundi ráðherra með fjármálanefnd danska þingsins í síðasta mánuði. Í fundargerð frá fyrrgreindum fundi sem nú hefur verið gerð opinber í Danmörku segir m.a. að þótt störf fjármálaeftirlitsins séu traust og fagleg er samt um að ræða alvarleg atriði í störfunum sem þarfnast nánari skoðunnar. Einnig hvort þau atriði eigi að hafa eftirköst. Lene Espersen bendir sjálf á að Ríkisendurskoðandi Danmerkur hafi gagnrýnt fjármálaeftirlitið fyrir að hafa ekki fylgt nægilega eftir eigin ábendingum um áhættuna í rekstri Roskilde Bank á árinum 2004 til 2008.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira