Fótbolti

Ronaldinho: Ítalska deildin er erfiðari en sú spænska

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ronaldinho.
Ronaldinho. Nordic photos/AFP

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit síðan hann gekk í raðir AC Milan í júlí í fyrra á 18,5 milljónir evra.

Sóknarmaðurinn brögðótti hefur sér í lagi átt erfitt uppdráttar á yfirstandandi keppnistímabili og ekki einu sinni átt fast sæti í byrjunarliðinu. Brasilíumaðurinn var spurður út í eigin frammistöðu og samskipti sín við knattspyrnustjórann og landa sinn Leonardo hjá AC Milan í nýlegu viðtali við spænska blaðið AS.

„Bara svo það sé á hreinu þá er allt í góðu á milli mín og Leonardo. Það skiptir engu máli hvar á vellinum ég spila heldur.Málið er bara að það er erfiðara að spila í ítölsku deildinni en þeirri spænsku því maður fær mun minni tíma með boltann," segir Ronaldinho sem bjargaði stigi fyrir AC Milan gegn Atalanta í síðasta deildarleik félagsins eftir að hafa komið inná sem varamaður og á því ágætis möguleika á að vera í byrjunarliðinu þegar Roma kemur í heimsókn á San Siro-leikvanginn á næstkomandi sunnudag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×