Fer í mál við framleiðenda Lynx vegna kvennmannsleysis 30. október 2009 13:47 Óheppinn indverskur „rómeó" , Vaibhav Bedi að nafni, hefur höfðað mál gegn framleiðendum Lynx snyrtivaranna þar sem honum hefur ekki tekist að krækja í einn einasta kvennmann öll þau sjö ár sem hann hefur notað Lynx. Þetta segir Bedi að sé í hróplegu ósamræmi við auglýsingar fyrir Lynx vörurnar en í þeim sjást fáklæddar konur beinlínis fleygja sér í fang karlmanna sem nota Lynx-rakspíra, hársápu eða hárgel. Vörurnar eru raunar seldur undir nafninu Axe í Indlandi. Bedi fer fram á yfir fimm milljónir kr. í skaðabætur frá Unilever, sem framleiðir Lynx vörurnar. Dómstóll í Nýju Delhi hefur ákveðið að fyrirskipa rannsókn á innihaldi Lynx-snyrtivaranna sem Bedi hefur notað. „Fyrirtækið hefur svindlað á mér vegna þess að í auglýsingum þess segir að konur muni hrífast af þeim sem nota Axe," segir Bedi í frétt um málið á vefsíðunni ananova.com. „Ég notaði Axe í sjö ár og engin kona hreifst af mér." Unilever vildi ekki tjá sig um málið. Einn þekktast lögmaður Indlands í skaðabótarétti , Ram Jethmalani, segir að engin gögn séu til um að óaðlaðandi menn dragi ekki að sér konur. „Staðreyndin er sú að margar af fallegustu konum heims eru þekktar fyrir að hafa gifst forljótum mönnum", segir Jethmalani sem gefur Unilever það ráð að semja um málið áður en það fer lengra. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Óheppinn indverskur „rómeó" , Vaibhav Bedi að nafni, hefur höfðað mál gegn framleiðendum Lynx snyrtivaranna þar sem honum hefur ekki tekist að krækja í einn einasta kvennmann öll þau sjö ár sem hann hefur notað Lynx. Þetta segir Bedi að sé í hróplegu ósamræmi við auglýsingar fyrir Lynx vörurnar en í þeim sjást fáklæddar konur beinlínis fleygja sér í fang karlmanna sem nota Lynx-rakspíra, hársápu eða hárgel. Vörurnar eru raunar seldur undir nafninu Axe í Indlandi. Bedi fer fram á yfir fimm milljónir kr. í skaðabætur frá Unilever, sem framleiðir Lynx vörurnar. Dómstóll í Nýju Delhi hefur ákveðið að fyrirskipa rannsókn á innihaldi Lynx-snyrtivaranna sem Bedi hefur notað. „Fyrirtækið hefur svindlað á mér vegna þess að í auglýsingum þess segir að konur muni hrífast af þeim sem nota Axe," segir Bedi í frétt um málið á vefsíðunni ananova.com. „Ég notaði Axe í sjö ár og engin kona hreifst af mér." Unilever vildi ekki tjá sig um málið. Einn þekktast lögmaður Indlands í skaðabótarétti , Ram Jethmalani, segir að engin gögn séu til um að óaðlaðandi menn dragi ekki að sér konur. „Staðreyndin er sú að margar af fallegustu konum heims eru þekktar fyrir að hafa gifst forljótum mönnum", segir Jethmalani sem gefur Unilever það ráð að semja um málið áður en það fer lengra.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira