Fótbolti

Ótrúlegur viðsnúningur hjá Napoli gegn Juventus

Ómar Þorgeirsson skrifar
Vonbrigðin leyndu sér ekki í andlitum leikmanna Juventus á Ólympíuleikvanginum í Tórínó í kvöld.
Vonbrigðin leyndu sér ekki í andlitum leikmanna Juventus á Ólympíuleikvanginum í Tórínó í kvöld. Nordic photos/AFP

Napoli vann frækinn 2-3 sigur gegn Juventus á Ólympíuleikvanginum í Tórínó í kvöld eftir að hafa lent 2-0 undir í leiknum.

David Trezeguet skoraði eina mark fyrri hálfleiks í kvöld en í byrjun seinni hálfleiks bætti Sebastian Giovinco við öðru marki við heimamenn. Það reyndist hins vegar skammgóður vermir þar sem gestirnir skoruðu tvö mörk á næstu tíu mínútum og jöfnuðu leikinn en þar voru að verki Marik Hamsik og Jesus Datolo.

Það var svo Hamsik sem skoraði sigurmark Napoli í leiknum á 81. mínútu og lokatölur sem segir 2-3 sigur gestanna.

Gremja heimamanna í Juventus leyndi sér ekki og Amauri fékk að líta rauða spjaldið í blálok leiksins.

Með sigrinum skaust Napoli upp í fjórða sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir Juventus sem er áfram í öðru sætinu fjórum stigum á eftir toppliði Inter.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×