Lán til Íslands eykur fjárlagahallann í Svíþjóð 15. júní 2009 10:19 Sænski ríkisbankinn. Lánastofnun sænska ríkisins hækkaði á föstudaginn spár sínar um fjárlagahalla ríkisins fyrir árið 2009. Ástæðan er langvarandi efnahagsvandræði í landinu sökum fjármálakrísunnar í heiminum. Stofnunin segir að aukinn fjárlagahalli sé bein afleiðing aukinna lánveitinga sænska ríkisins til meðal annars Íslendinga og sænska seðlabankans. Sænski seðlabankinn hefur aðstoðað innlenda banka sem lánað hafa töluvert til eystrasaltsríkjanna en fjámálakrísan hefur komið hart niður á þeim löndum líkt og Íslandi. Lánastofnun sænska ríkisins mun lána sem samsvarar 100 milljörðum sænskra króna til sænska seðlabankans og 7 milljarða sænskra króna til Íslands, auk þess munu Svíar aðstoða Letta með lánveitingu sem samsvarar 8 milljörðum sænskra króna. Áætlað er að fjárlagahallinn í Svíþjóð á þessu ári muni nema 198 milljörðum sænskra króna, en það er um 47% aukning á spá frá því í mars sem hljóðaði upp á 135 milljarða króna fjárlagahalla. Árið 2010 er búist við að fjárlagahallinn fari niður í 72 milljarða sænskra króna sem er auk þess heldur meira en spár gerðu ráð fyrir í mars. Svíar voru með tekjuafgang sem nam 135 milljörðum sænskra króna árið 2008. Lánastofnunin telur að sænska hagkerfið komi til með að dragast saman um 4% á þessu ári, sem er umtalsvert meira en spár gerðu ráð fyrir í mars, en þá var vænst 2% samdáttar. Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lánastofnun sænska ríkisins hækkaði á föstudaginn spár sínar um fjárlagahalla ríkisins fyrir árið 2009. Ástæðan er langvarandi efnahagsvandræði í landinu sökum fjármálakrísunnar í heiminum. Stofnunin segir að aukinn fjárlagahalli sé bein afleiðing aukinna lánveitinga sænska ríkisins til meðal annars Íslendinga og sænska seðlabankans. Sænski seðlabankinn hefur aðstoðað innlenda banka sem lánað hafa töluvert til eystrasaltsríkjanna en fjámálakrísan hefur komið hart niður á þeim löndum líkt og Íslandi. Lánastofnun sænska ríkisins mun lána sem samsvarar 100 milljörðum sænskra króna til sænska seðlabankans og 7 milljarða sænskra króna til Íslands, auk þess munu Svíar aðstoða Letta með lánveitingu sem samsvarar 8 milljörðum sænskra króna. Áætlað er að fjárlagahallinn í Svíþjóð á þessu ári muni nema 198 milljörðum sænskra króna, en það er um 47% aukning á spá frá því í mars sem hljóðaði upp á 135 milljarða króna fjárlagahalla. Árið 2010 er búist við að fjárlagahallinn fari niður í 72 milljarða sænskra króna sem er auk þess heldur meira en spár gerðu ráð fyrir í mars. Svíar voru með tekjuafgang sem nam 135 milljörðum sænskra króna árið 2008. Lánastofnunin telur að sænska hagkerfið komi til með að dragast saman um 4% á þessu ári, sem er umtalsvert meira en spár gerðu ráð fyrir í mars, en þá var vænst 2% samdáttar.
Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira