Norsk stjórnvöld ganga á olíusjóðinn 13. október 2009 10:37 Norsk stjórnvöld ætla að ganga á olíusjóðinn í meira mæli en áður hefur þekkst. Þetta kemur fram í fjárlögum norsku ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Ætlunin er að dæla olíupeningunum út í ýmis samfélagsverkefni því að atvinnuleysið er enn að aukast frá þeim 3% sem það stendur nú í. Í frétt um málið á Ritzau-fréttastofunni segir að í eðlilegu árferði noti norsk stjórnvöld um 4% af hagnaðinum frá olíu- og gasvinnslunni í Norðursjónum. Þetta hlutfall var aukið í ár og enn á að bæta við það á næsta ári. Í upphæðum eru þetta í heild um 45 milljarðar norskra kr. , eða um 990 milljarðar kr., sem nota á af fjármagni olíusjóðsins samkvæmt fjárlögunum. „Við notum meira af olíupeningunum en í eðlilegu ári svo við getum aðstoðað efnahaginn við að komast á eðlilegt skrið að nýju á með meiri hraða," segir m.a. í greinargerðinni sem fylgir fjárlögunum. Samkvæmt fjárlögunum er gert ráð fyrir að hagvöxtur í Noregi á næsta ári nemi 2,1% en reiknað er með að í ár nemi hagvöxturinn 0,75%. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norsk stjórnvöld ætla að ganga á olíusjóðinn í meira mæli en áður hefur þekkst. Þetta kemur fram í fjárlögum norsku ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Ætlunin er að dæla olíupeningunum út í ýmis samfélagsverkefni því að atvinnuleysið er enn að aukast frá þeim 3% sem það stendur nú í. Í frétt um málið á Ritzau-fréttastofunni segir að í eðlilegu árferði noti norsk stjórnvöld um 4% af hagnaðinum frá olíu- og gasvinnslunni í Norðursjónum. Þetta hlutfall var aukið í ár og enn á að bæta við það á næsta ári. Í upphæðum eru þetta í heild um 45 milljarðar norskra kr. , eða um 990 milljarðar kr., sem nota á af fjármagni olíusjóðsins samkvæmt fjárlögunum. „Við notum meira af olíupeningunum en í eðlilegu ári svo við getum aðstoðað efnahaginn við að komast á eðlilegt skrið að nýju á með meiri hraða," segir m.a. í greinargerðinni sem fylgir fjárlögunum. Samkvæmt fjárlögunum er gert ráð fyrir að hagvöxtur í Noregi á næsta ári nemi 2,1% en reiknað er með að í ár nemi hagvöxturinn 0,75%.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira