Ben Bernanke skipaður seðlabankastjóri Bandaríkjanna 25. ágúst 2009 13:52 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/Getty Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað seðlabankastjórann, Ben Bernanke, til áframhaldandi setu sem seðlabankastjóra Bandaríkjanna, annað kjörtímabilið í röð. Fyrirfram hafði verið búist við að forsetinn myndi tilkynna opinberlega um ráðninguna í dag eins og raunin varð. Barack Obama hældi Bernanke í hástert. Hann segir seðlabankastjórann hafa það hugrekki, þann sköpunarkraft og það lundarfar sem til þarf til að stýra seðlabanka Bandaríkjanna. Obama bætti auk þess við að Bernanke hafi mætt efnahagsþrengingunum með mikilli yfirvegun og visku. Hann hafi vissulega tekið erfiðar ákvarðanir sem mættu gagnrýni en þær ákvarðanir hafi verið réttar. „Bernanke hugsar út fyrir boxið. Með stórtækum ákvörðunum sínum hefur hann komið í veg fyrir frekara hrun efnahagslífsins," sagði Obama í dag þegar hann tilkynnti skipan seðlabankastjórans. Tengdar fréttir Bernanke fær annað kjörtímabil Fastlega er búist við því að Barack Obama Bandaríkjaforseti geri hlé á sumarleyfi sínu í dag til þess að tilkynna um að hann hyggist skipa seðlabankastjórann Ben Bernanke til setu í annað kjörtímabil en kjörtímabil hans rennur út í janúar næstkomandi. Obama segist vera þeirrar skoðunnar að frammistaða Bernankes á þessum erfiðu tímum hafi komið í veg fyrir að kreppan ár hafi orðið jafn djúp og Kreppan mikla sem reið yfir heiminn á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. 25. ágúst 2009 08:02 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað seðlabankastjórann, Ben Bernanke, til áframhaldandi setu sem seðlabankastjóra Bandaríkjanna, annað kjörtímabilið í röð. Fyrirfram hafði verið búist við að forsetinn myndi tilkynna opinberlega um ráðninguna í dag eins og raunin varð. Barack Obama hældi Bernanke í hástert. Hann segir seðlabankastjórann hafa það hugrekki, þann sköpunarkraft og það lundarfar sem til þarf til að stýra seðlabanka Bandaríkjanna. Obama bætti auk þess við að Bernanke hafi mætt efnahagsþrengingunum með mikilli yfirvegun og visku. Hann hafi vissulega tekið erfiðar ákvarðanir sem mættu gagnrýni en þær ákvarðanir hafi verið réttar. „Bernanke hugsar út fyrir boxið. Með stórtækum ákvörðunum sínum hefur hann komið í veg fyrir frekara hrun efnahagslífsins," sagði Obama í dag þegar hann tilkynnti skipan seðlabankastjórans.
Tengdar fréttir Bernanke fær annað kjörtímabil Fastlega er búist við því að Barack Obama Bandaríkjaforseti geri hlé á sumarleyfi sínu í dag til þess að tilkynna um að hann hyggist skipa seðlabankastjórann Ben Bernanke til setu í annað kjörtímabil en kjörtímabil hans rennur út í janúar næstkomandi. Obama segist vera þeirrar skoðunnar að frammistaða Bernankes á þessum erfiðu tímum hafi komið í veg fyrir að kreppan ár hafi orðið jafn djúp og Kreppan mikla sem reið yfir heiminn á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. 25. ágúst 2009 08:02 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bernanke fær annað kjörtímabil Fastlega er búist við því að Barack Obama Bandaríkjaforseti geri hlé á sumarleyfi sínu í dag til þess að tilkynna um að hann hyggist skipa seðlabankastjórann Ben Bernanke til setu í annað kjörtímabil en kjörtímabil hans rennur út í janúar næstkomandi. Obama segist vera þeirrar skoðunnar að frammistaða Bernankes á þessum erfiðu tímum hafi komið í veg fyrir að kreppan ár hafi orðið jafn djúp og Kreppan mikla sem reið yfir heiminn á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. 25. ágúst 2009 08:02