Stoðir vilja fá mann í stjórn Royal Unibrew 17. nóvember 2009 09:50 Stoðir vilja fá mann í stjórn Royal Unibrew næststærstu bruggverksmiðju Danmerkur í krafti 16% eignarhlutar síns í fyrirtækinu. Það vill svo til að ein staða stjórnarmanns er ómönnuð í augnablikinu.Í frétt um málið á börsen.dk er haft eftir Júlíusi Þorfinnsyni fjölmiðlafulltrúa Stoða að það sé „ekki ósennilegt“ að Stoðir muni sækjast eftir þessu stjórnarsæti.Fram kom á hluthafafundi í Royal Unibrew í gærdag, þar sem hlutafjárauking hjá bruggverksmiðjunum var til umræðu, að framvegis yrði hlustað meir á óskir stórra hluthafa um samsetninguna á stjórn Royal Unibrew. Þetta sagði stjórnarformaðurinn, Steen Weirsöe, í ræðu sinni.Fundurinn samþykkti hlutafjáraukningu og munu hlutir í Royal Unibrew tvöfaldast upp í 11,2 milljónir. Þessi hlutafjáraukning á að skila fyrirtækinu 420 milljónum danskra kr. í nýju fjármagni fyrir árslok.Fram kemur í frétt börsen.dk að Stoðir hafi haft efasemdir um hlutafjáraukninguna og hvort skynsamlegt væri að fara í hana. Aukningin er tilkomin vegna þrýstings frá Danske Bank og Nordea helstu lánadrottna Royal Unibrew. Fyrirtækið skuldar þessum bönkum meirihlutann af um 2 milljarða danskra kr. lánum sínum.Stoðum snérist hinsvegar hugur þegar ljóst var á fundinum að hlutafjáraukningin yrði helmingi minni en áður stóð til, það er 5,6 milljón hlutir í stað „upp að 12 milljónum nýrra hluta". Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stoðir vilja fá mann í stjórn Royal Unibrew næststærstu bruggverksmiðju Danmerkur í krafti 16% eignarhlutar síns í fyrirtækinu. Það vill svo til að ein staða stjórnarmanns er ómönnuð í augnablikinu.Í frétt um málið á börsen.dk er haft eftir Júlíusi Þorfinnsyni fjölmiðlafulltrúa Stoða að það sé „ekki ósennilegt“ að Stoðir muni sækjast eftir þessu stjórnarsæti.Fram kom á hluthafafundi í Royal Unibrew í gærdag, þar sem hlutafjárauking hjá bruggverksmiðjunum var til umræðu, að framvegis yrði hlustað meir á óskir stórra hluthafa um samsetninguna á stjórn Royal Unibrew. Þetta sagði stjórnarformaðurinn, Steen Weirsöe, í ræðu sinni.Fundurinn samþykkti hlutafjáraukningu og munu hlutir í Royal Unibrew tvöfaldast upp í 11,2 milljónir. Þessi hlutafjáraukning á að skila fyrirtækinu 420 milljónum danskra kr. í nýju fjármagni fyrir árslok.Fram kemur í frétt börsen.dk að Stoðir hafi haft efasemdir um hlutafjáraukninguna og hvort skynsamlegt væri að fara í hana. Aukningin er tilkomin vegna þrýstings frá Danske Bank og Nordea helstu lánadrottna Royal Unibrew. Fyrirtækið skuldar þessum bönkum meirihlutann af um 2 milljarða danskra kr. lánum sínum.Stoðum snérist hinsvegar hugur þegar ljóst var á fundinum að hlutafjáraukningin yrði helmingi minni en áður stóð til, það er 5,6 milljón hlutir í stað „upp að 12 milljónum nýrra hluta".
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira