Lánveitingar breskra banka í kastljósinu Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 2. ágúst 2009 16:42 Frá London. Kastljós bæði fjölmiðla og almennings í Bretlandi mun beinast að lánveitingum fjögurra stærstu banka landsins í næstu viku þegar þeir skila hálfsársuppgjöri, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Talið er að hægfara endurreisn fjármálamarkaða hafi styrkt bankana nokkuð. Jafnframt er búist við að þeir hafi tapað miklu á bæði húsnæðis- og viðskiptalánum, en skuldsett heimili og fyrirtæki hafa ekki getað staðið í skilum eftir að kreppan skall á. Þá er nokkur þrýstingur á bankana um að sýna fram á aukin útlán sín til viðskiptalífsins. Bankarnir Barclays og HSBC eru báðir líklegir til að skila talsverðum hagnaði, Royal Bank of Scotland verður réttu megin við núllið eftir risatap í fyrra, en Lloyds mun líklegast skila nokkru tapi. Hvorki Barclays né HSBC, sem líklegast skila besta uppgjörinu, þáðu ríkisaðstoð við hrun efnahagskerfisins. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kastljós bæði fjölmiðla og almennings í Bretlandi mun beinast að lánveitingum fjögurra stærstu banka landsins í næstu viku þegar þeir skila hálfsársuppgjöri, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Talið er að hægfara endurreisn fjármálamarkaða hafi styrkt bankana nokkuð. Jafnframt er búist við að þeir hafi tapað miklu á bæði húsnæðis- og viðskiptalánum, en skuldsett heimili og fyrirtæki hafa ekki getað staðið í skilum eftir að kreppan skall á. Þá er nokkur þrýstingur á bankana um að sýna fram á aukin útlán sín til viðskiptalífsins. Bankarnir Barclays og HSBC eru báðir líklegir til að skila talsverðum hagnaði, Royal Bank of Scotland verður réttu megin við núllið eftir risatap í fyrra, en Lloyds mun líklegast skila nokkru tapi. Hvorki Barclays né HSBC, sem líklegast skila besta uppgjörinu, þáðu ríkisaðstoð við hrun efnahagskerfisins.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira