Verðbólga á Bretlandi mælist 1,8% 14. júlí 2009 11:50 Frá London Ársverðbólga á Bretlandi mælist nú 1,8 prósent sem er lægsta verðbólga sem mælst hefur í sameinaða konungsríkinu í næstum tvö ár. Orsakirnar eru aðallega lækkandi verð á bensíni og matvöru. Verðbólgumarkmið ríkisstjórnar Bretlands er 2 prósentustig en tólf mánaða verðbólga mældist 2,2% í maí. Verðbólgan sem nú mælist er sú lægsta síðan í september 2007 og er niðurstaðan í samræmi við spár hagfræðinga. Verðbólgan hefur lækkað hröðum skrefum á Bretlandi siðan í september síðastliðnum er ársverðbólga mældist 5,2 prósent. Þrátt fyrir að Bretar búi við lága verðbólgu er hún samt hærri en á evrusvæðinu og Bandaríkjunum en þar hefur mælst verðhjöðnun. Snörp gengislækkun breska pundsins gagnvart evru og bandaríkjadollar hefur hingað til verið rakin til hærri verðbólgu á Bretlandi en á evrusvæðinu og í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir meiri verðbólgu á Bretlandi eru miklar líkur á því að verðlag muni lækka ennfrekar á Bretlandi. Benda hagfræðingar á að pundið eigi eftir að styrkjast gagnvart öðrum gjaldmiðlum og sú styrking komi til með að lækka verð á innfluttum vörum fyrir breska neytendur. Eru þetta taldar vísbendingar um að efnahagslægðin sé ekki verri á Bretlandi heldur en í öðrum stórum hagkerfum heimsins. Í raun sé staðan mun betri en til að mynda í Japan og Þýskalandi. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ársverðbólga á Bretlandi mælist nú 1,8 prósent sem er lægsta verðbólga sem mælst hefur í sameinaða konungsríkinu í næstum tvö ár. Orsakirnar eru aðallega lækkandi verð á bensíni og matvöru. Verðbólgumarkmið ríkisstjórnar Bretlands er 2 prósentustig en tólf mánaða verðbólga mældist 2,2% í maí. Verðbólgan sem nú mælist er sú lægsta síðan í september 2007 og er niðurstaðan í samræmi við spár hagfræðinga. Verðbólgan hefur lækkað hröðum skrefum á Bretlandi siðan í september síðastliðnum er ársverðbólga mældist 5,2 prósent. Þrátt fyrir að Bretar búi við lága verðbólgu er hún samt hærri en á evrusvæðinu og Bandaríkjunum en þar hefur mælst verðhjöðnun. Snörp gengislækkun breska pundsins gagnvart evru og bandaríkjadollar hefur hingað til verið rakin til hærri verðbólgu á Bretlandi en á evrusvæðinu og í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir meiri verðbólgu á Bretlandi eru miklar líkur á því að verðlag muni lækka ennfrekar á Bretlandi. Benda hagfræðingar á að pundið eigi eftir að styrkjast gagnvart öðrum gjaldmiðlum og sú styrking komi til með að lækka verð á innfluttum vörum fyrir breska neytendur. Eru þetta taldar vísbendingar um að efnahagslægðin sé ekki verri á Bretlandi heldur en í öðrum stórum hagkerfum heimsins. Í raun sé staðan mun betri en til að mynda í Japan og Þýskalandi.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira