SFO með Tchenguiz í sigtinu vegna lána frá Kaupþingi 30. október 2009 08:56 Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), er nú að íhuga að hefja opinbera rannsókn á tengslum þriggja breskra auðjöfra við íslensku bankana. Þeir sem hér um ræðir eru Robert Tchenguiz, Mike Ashley og Chris Ronnie. Í frétt um málið í blaðinu Daily Mail segir að þessi þróun komi í framhaldi af heimsókn manna frá SFO til Íslands nýlega. Hópurinn sem kom til Íslands hefur lokið við skýrslu um förina og verður henni dreift innanhús hjá SFO í næstu viku en ákvörðun um fyrrgreinda rannsókn hefur enn ekki verið tekin. Chris Ronnie, fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi og fyrrum forstjóri JJ Sports, er þegar til rannsóknar hjá SFO og raunar fjögurra annarra opinberra stofnana í Bretlandi. Þar á meðal er breska samkeppniseftirlitið og skattyfirvöld. Beinist rannsóknin m.a. að markaðsmisnotkun og flutning Ronnie á hlutum sínum í JJB Sports yfir í hendur stjórnenda Kaupþings í Bretlandi eftir að bankinn komst undir breskra skilanefnd. Mike Ashley eigandi Newcastle og Sports Direct tengist rannsókn breska samkeppniseftirlits á JJB Sports en en íþróttaverslunarkeðjur er að ræða og beinist rannsóknin að því hvort þær hafi misnotað ráðandi stöðu sína á markaðinum. Í frétt Daily Mail segir að Ashley hafi verið innistæðueigandi hjá Kaupþingi en SFO sé nú að skoða hvort hann hafi einnig fengið lán hjá Kaupþingi og hvort Ronnie hafi fengið hluta af þeim lánum. Robert Tchenguiz, fyrrum stjórnarmaður í Exista, er meðal þeirra sem fengu risalán hjá Kaupþingi með litlum veðum. Blaðið nefnir sem dæmi að Kaupþing lánaði Tchenguiz 1,25 milljarð punda eða yfir 250 milljarða kr. til kaupa á hlutum í matvörukeðjunni Sainsbury´s og kráarkeðjunni Mitchells & Butlers. Á sama tíma var sat hann í stjórn stærsta eigenda bankans, það er Exista. „Það er ekki gefið í skyn að fólkið sem er nafngreint hér hafi framið lögbrot," segir í Daily Mail. Robert Tchenguiz neitaði að tjá sig um málið við Daily Mail. Talsmaður Mike Ashley segir að drífa eigi í rannsókninni og því fyrr því betra. Lögmaður Chris Ronnie segir að fréttin sýni að engin glæparannsókn sé í gangi hjá SFO gagnvart skjólstæðingi sínum. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), er nú að íhuga að hefja opinbera rannsókn á tengslum þriggja breskra auðjöfra við íslensku bankana. Þeir sem hér um ræðir eru Robert Tchenguiz, Mike Ashley og Chris Ronnie. Í frétt um málið í blaðinu Daily Mail segir að þessi þróun komi í framhaldi af heimsókn manna frá SFO til Íslands nýlega. Hópurinn sem kom til Íslands hefur lokið við skýrslu um förina og verður henni dreift innanhús hjá SFO í næstu viku en ákvörðun um fyrrgreinda rannsókn hefur enn ekki verið tekin. Chris Ronnie, fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi og fyrrum forstjóri JJ Sports, er þegar til rannsóknar hjá SFO og raunar fjögurra annarra opinberra stofnana í Bretlandi. Þar á meðal er breska samkeppniseftirlitið og skattyfirvöld. Beinist rannsóknin m.a. að markaðsmisnotkun og flutning Ronnie á hlutum sínum í JJB Sports yfir í hendur stjórnenda Kaupþings í Bretlandi eftir að bankinn komst undir breskra skilanefnd. Mike Ashley eigandi Newcastle og Sports Direct tengist rannsókn breska samkeppniseftirlits á JJB Sports en en íþróttaverslunarkeðjur er að ræða og beinist rannsóknin að því hvort þær hafi misnotað ráðandi stöðu sína á markaðinum. Í frétt Daily Mail segir að Ashley hafi verið innistæðueigandi hjá Kaupþingi en SFO sé nú að skoða hvort hann hafi einnig fengið lán hjá Kaupþingi og hvort Ronnie hafi fengið hluta af þeim lánum. Robert Tchenguiz, fyrrum stjórnarmaður í Exista, er meðal þeirra sem fengu risalán hjá Kaupþingi með litlum veðum. Blaðið nefnir sem dæmi að Kaupþing lánaði Tchenguiz 1,25 milljarð punda eða yfir 250 milljarða kr. til kaupa á hlutum í matvörukeðjunni Sainsbury´s og kráarkeðjunni Mitchells & Butlers. Á sama tíma var sat hann í stjórn stærsta eigenda bankans, það er Exista. „Það er ekki gefið í skyn að fólkið sem er nafngreint hér hafi framið lögbrot," segir í Daily Mail. Robert Tchenguiz neitaði að tjá sig um málið við Daily Mail. Talsmaður Mike Ashley segir að drífa eigi í rannsókninni og því fyrr því betra. Lögmaður Chris Ronnie segir að fréttin sýni að engin glæparannsókn sé í gangi hjá SFO gagnvart skjólstæðingi sínum.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira