Stærsta hagkerfi Evrópu að rétta úr kútnum Gunnar Örn Jónsson skrifar 21. ágúst 2009 10:11 Mynd/AP Þýskaland, stærsta hagkerfi Evrópu, virðist vera að ná tökum á efnahagsniðursveiflunni samkvæmt nýlegri könnun sem sýnir fram á mjög mikla veltuaukningu einkageirans þar í landi. Hefur veltan í einkageiranum í Þýskalandi ekki aukist jafn hratt í einum mánuði síðan í maí á síðasta ári. Innkaupavísitala framkvæmdastjóra (e. purchasing managers index) hefur tekið mikið stökk í ágúst en hún mælist nú 54,2 en var 49 í júlí. Slíkt stökk á innkaupum framkvæmdastjóranna þykir sérfræðingum afar óvænt en ánægjuleg tíðindi. Vöxt vísitölunnar má rekja til þjónustugeirans þar sem atvinnuleysi dróst saman og velta jókst. Tíðindin þykja skýr merki um að hagkerfi meginlands Evrópu, það er að segja evrusvæðisins, hafi tekið forskot á Bandaríkin og Bretland í viðleitni sinni við endurreisn efnahagslífsins segir í grein Financial Times í dag. Annað stærsta hagkerfi Evrópu, Frakkland, hefur einnig sýnt fram á mikil batamerki. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku komu Þjóðverjar og Frakkar hagfræðingum í opna skjöldu með því að tilkynna um 0,3% aukningu í landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi. Þrátt fyrir jákvæðar fréttir frá þessum mikilvægu hagkerfum virðast aðrar Evrópuþjóðir standa þeim töluvert að baki, þar má meðal annars nefna Spán og Ítalíu þar sem landsframleiðsla hélt áfram að lækka umtalsvert á öðrum ársfjórðungi. Innkaupavísitala evrusvæðisins (e. eurozone composite purchasing managers' index) jókst úr 47 í júlí og í 50 nú í ágúst. Það bendir því margt til þess að hagkerfi evrusvæðisins séu í heild sinni að rétta úr kútnum. Tengdar fréttir Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. 13. ágúst 2009 10:57 Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þýskaland, stærsta hagkerfi Evrópu, virðist vera að ná tökum á efnahagsniðursveiflunni samkvæmt nýlegri könnun sem sýnir fram á mjög mikla veltuaukningu einkageirans þar í landi. Hefur veltan í einkageiranum í Þýskalandi ekki aukist jafn hratt í einum mánuði síðan í maí á síðasta ári. Innkaupavísitala framkvæmdastjóra (e. purchasing managers index) hefur tekið mikið stökk í ágúst en hún mælist nú 54,2 en var 49 í júlí. Slíkt stökk á innkaupum framkvæmdastjóranna þykir sérfræðingum afar óvænt en ánægjuleg tíðindi. Vöxt vísitölunnar má rekja til þjónustugeirans þar sem atvinnuleysi dróst saman og velta jókst. Tíðindin þykja skýr merki um að hagkerfi meginlands Evrópu, það er að segja evrusvæðisins, hafi tekið forskot á Bandaríkin og Bretland í viðleitni sinni við endurreisn efnahagslífsins segir í grein Financial Times í dag. Annað stærsta hagkerfi Evrópu, Frakkland, hefur einnig sýnt fram á mikil batamerki. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku komu Þjóðverjar og Frakkar hagfræðingum í opna skjöldu með því að tilkynna um 0,3% aukningu í landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi. Þrátt fyrir jákvæðar fréttir frá þessum mikilvægu hagkerfum virðast aðrar Evrópuþjóðir standa þeim töluvert að baki, þar má meðal annars nefna Spán og Ítalíu þar sem landsframleiðsla hélt áfram að lækka umtalsvert á öðrum ársfjórðungi. Innkaupavísitala evrusvæðisins (e. eurozone composite purchasing managers' index) jókst úr 47 í júlí og í 50 nú í ágúst. Það bendir því margt til þess að hagkerfi evrusvæðisins séu í heild sinni að rétta úr kútnum.
Tengdar fréttir Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. 13. ágúst 2009 10:57 Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. 13. ágúst 2009 10:57