Hæstu bónusgreiðslur í 140 ára sögu Goldman Sachs 21. júní 2009 14:04 Starfsfólk fjárfestingarbankans Goldman Sachs sér fram á að í ár fái það hæstu launabónusgreiðslur í 140 ára sögu bankans. Og það er fjármálakreppan sem gerir þetta að verkum, merkilegt nokk. Í frétt um málið í blaðinu The Guardian segir að starfsfólk Goldman Sachs sé trúlega ekki þeir einu sem fái metbónusa í ár. „Það lítur út fyrir að árið í ár verði það besta í sögunni fyrir fjárfestingabanka, það er þeirra sem komust minnst laskaðir út úr fjármálakreppunni," segir David Williams greinandi hjá Fox Pitt Kelton. Og helsta ástæðan fyrir þessu er fjármálakreppan sjálf. „Þessir bankar eru milliliðirnir á skuldabréfamarkaðinum þar sem ríkisstjórnir og fyrirtæki afla sér milljarða í nýju lánsfé," segir David Williams. „Þar að auki er skortur á samkeppni sem þýðir að þessir bankar geta fengið gífurlegar upphæðir fyrir þjónustu sína." Goldman Sachs er stærsti einstaki aðilinn sem á í viðskiptum með bandarísk ríkisskuldabréf en útgáfa á þeim hefur aldrei verið meiri í sögunni eins og kunnugt er. Bara á þeim markaði er talið að hagnaður bankans sé talinn í hundruðum milljóna dollara. Goldman Sachs leggur fram uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í næstu viku og flestir gera ráð fyrir að bankinn muni sína mikinn hagnað á tímabilinu. Og þess má geta að Goldman Sachs varð fyrir töluverðu höggi í kreppunni á síðasta ári en án þess að fara á hliðina. Og síðan kom ofurfjárfestirinn Warren Buffet til sögunnar í janúar og keypti hlutabréf í bankanum fyrir 5 milljarða dollara. Buffet hefur þegar hagnast um milljarð dollara, eða 128 milljarða kr., á þeirri fjárfestingu. Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Starfsfólk fjárfestingarbankans Goldman Sachs sér fram á að í ár fái það hæstu launabónusgreiðslur í 140 ára sögu bankans. Og það er fjármálakreppan sem gerir þetta að verkum, merkilegt nokk. Í frétt um málið í blaðinu The Guardian segir að starfsfólk Goldman Sachs sé trúlega ekki þeir einu sem fái metbónusa í ár. „Það lítur út fyrir að árið í ár verði það besta í sögunni fyrir fjárfestingabanka, það er þeirra sem komust minnst laskaðir út úr fjármálakreppunni," segir David Williams greinandi hjá Fox Pitt Kelton. Og helsta ástæðan fyrir þessu er fjármálakreppan sjálf. „Þessir bankar eru milliliðirnir á skuldabréfamarkaðinum þar sem ríkisstjórnir og fyrirtæki afla sér milljarða í nýju lánsfé," segir David Williams. „Þar að auki er skortur á samkeppni sem þýðir að þessir bankar geta fengið gífurlegar upphæðir fyrir þjónustu sína." Goldman Sachs er stærsti einstaki aðilinn sem á í viðskiptum með bandarísk ríkisskuldabréf en útgáfa á þeim hefur aldrei verið meiri í sögunni eins og kunnugt er. Bara á þeim markaði er talið að hagnaður bankans sé talinn í hundruðum milljóna dollara. Goldman Sachs leggur fram uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í næstu viku og flestir gera ráð fyrir að bankinn muni sína mikinn hagnað á tímabilinu. Og þess má geta að Goldman Sachs varð fyrir töluverðu höggi í kreppunni á síðasta ári en án þess að fara á hliðina. Og síðan kom ofurfjárfestirinn Warren Buffet til sögunnar í janúar og keypti hlutabréf í bankanum fyrir 5 milljarða dollara. Buffet hefur þegar hagnast um milljarð dollara, eða 128 milljarða kr., á þeirri fjárfestingu.
Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira