Þúsundir sitja í skuldafangelsi í Dubai 16. desember 2009 09:39 Það eru ekki bara bankar og fastiegnabraskarar sem finna fyrir niðursveiflunni í Dubai. Þúsundir sitja þar nú í skuldafangelsi og sökum þessa fjölda eru fangelsi landsins yfirfull.Sameinuðu arabísku furstadæmin (SAF), sem Dubai tilheyrir, eru einn af örfáum stöðum í heiminum þar sem skuldafangelsi tilheyra daglegu lífi þegna þessara landa, Nú sitja um 10.000 manns í skuldafangelsum innan landamæra SAF, flestir þeirra í Dubai, samkvæmt nýrri skýrslu frá þjóðarráði SAF.„Dubai sýnir enga miskunn þeim sem einstaklingum eða fyrirtækjum sem verða gjaldþrota. Ef þúi getur ekki greitt reikninga þína líða 72 tímar þar til lögreglan bankar á dyrnar, handtekur þig og skutlar í næsta fangelsi," segir pakistaninn Ahmad Sahota í samtali við norsku vefsíðuna e24.no. „Þér er síðan haldið í fangelsi þar til þú eða fjölskylda þín borgar skuldirnar. Fangelsin eru full og þau eru ekki skemmtilegur staður til að dvelja í fyrir útlendinga."Annar heimildarmaður e.24.no segir að vandamálið sem mun verra en stjórnvöld gefa í skyn. „Ef heimurinn vissi hvernig skuldaþrælarnir eru meðhöndlaðir og hve margir persónulegir harmleikir eru á bakvið kerfið myndu furstadæmin tapa töluvert af virðingu sinni," segir heimildarmaðurinn sem er opinber starfsmaður í SAF.Samkvæmt fyrrgreindri skýrslu námu persónulegar skuldir þegna SAF 695 milljörðum dirhams eða um 23.000 milljörðum kr. árið 2007 og höfðu aukist um 540 milljarða dirhams frá árinu 2000. Stjórnvöld vilja ekki gefa upp hve háar fjárhæðir sé um að ræða árin 2008 og 2009.Norski fjármálamaðurinn Thomas Öye hefur búið í Dubai síðan 2001. Hann segir að efnahagur landsins muni aðeins fara versnandi í náinni framtíð og hann hefur ekki trú á því að skuldafangelsanir muni bæta þá stöðu.„Þetta batnar ekki við að setja fólk í skuldafangelsi og gera stöðuna þanmnig vonlausa fyrir marga. Þar er litla hjálp að fá hvað þá skilning. Skuldafangelsin eru yfirfull," segir Öye.Það sem af er árinu hafa yfir 3.000 bílar verið skildir eftir við flugvöllinn í Dubai. Þeir eru merki um flótta fólk undan skuldum sínum í landinu. Í mörgum þessara bíla hafa fundist afsökunarbréf stíluð á banka viðkomandi, að því er segir í nýlegri frétt í New York Times.Hér má nefna að útlendingar geti ekki gengið atvinnulausir í Dubai. Hafi þeir verið án atvinnu í meir en þrjá sólarhringa eru þeir settir upp í næstu flugvél, það er ef þeir eru skuldlausir því þá eru þeir settir í næsta fangelsi.Í umfjöllun e.24.no segir að skuldafangelsi hafi verið lögð af í Noregi árið 1874. Þau voru hinsvegar við lýði í Grikklandi allt fram að upphafi síðasta árs. Þá ákváðu stjórnvöld í Grikklandi að skuldafangelsi væru brot á stjórnarskrá landsins. Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Það eru ekki bara bankar og fastiegnabraskarar sem finna fyrir niðursveiflunni í Dubai. Þúsundir sitja þar nú í skuldafangelsi og sökum þessa fjölda eru fangelsi landsins yfirfull.Sameinuðu arabísku furstadæmin (SAF), sem Dubai tilheyrir, eru einn af örfáum stöðum í heiminum þar sem skuldafangelsi tilheyra daglegu lífi þegna þessara landa, Nú sitja um 10.000 manns í skuldafangelsum innan landamæra SAF, flestir þeirra í Dubai, samkvæmt nýrri skýrslu frá þjóðarráði SAF.„Dubai sýnir enga miskunn þeim sem einstaklingum eða fyrirtækjum sem verða gjaldþrota. Ef þúi getur ekki greitt reikninga þína líða 72 tímar þar til lögreglan bankar á dyrnar, handtekur þig og skutlar í næsta fangelsi," segir pakistaninn Ahmad Sahota í samtali við norsku vefsíðuna e24.no. „Þér er síðan haldið í fangelsi þar til þú eða fjölskylda þín borgar skuldirnar. Fangelsin eru full og þau eru ekki skemmtilegur staður til að dvelja í fyrir útlendinga."Annar heimildarmaður e.24.no segir að vandamálið sem mun verra en stjórnvöld gefa í skyn. „Ef heimurinn vissi hvernig skuldaþrælarnir eru meðhöndlaðir og hve margir persónulegir harmleikir eru á bakvið kerfið myndu furstadæmin tapa töluvert af virðingu sinni," segir heimildarmaðurinn sem er opinber starfsmaður í SAF.Samkvæmt fyrrgreindri skýrslu námu persónulegar skuldir þegna SAF 695 milljörðum dirhams eða um 23.000 milljörðum kr. árið 2007 og höfðu aukist um 540 milljarða dirhams frá árinu 2000. Stjórnvöld vilja ekki gefa upp hve háar fjárhæðir sé um að ræða árin 2008 og 2009.Norski fjármálamaðurinn Thomas Öye hefur búið í Dubai síðan 2001. Hann segir að efnahagur landsins muni aðeins fara versnandi í náinni framtíð og hann hefur ekki trú á því að skuldafangelsanir muni bæta þá stöðu.„Þetta batnar ekki við að setja fólk í skuldafangelsi og gera stöðuna þanmnig vonlausa fyrir marga. Þar er litla hjálp að fá hvað þá skilning. Skuldafangelsin eru yfirfull," segir Öye.Það sem af er árinu hafa yfir 3.000 bílar verið skildir eftir við flugvöllinn í Dubai. Þeir eru merki um flótta fólk undan skuldum sínum í landinu. Í mörgum þessara bíla hafa fundist afsökunarbréf stíluð á banka viðkomandi, að því er segir í nýlegri frétt í New York Times.Hér má nefna að útlendingar geti ekki gengið atvinnulausir í Dubai. Hafi þeir verið án atvinnu í meir en þrjá sólarhringa eru þeir settir upp í næstu flugvél, það er ef þeir eru skuldlausir því þá eru þeir settir í næsta fangelsi.Í umfjöllun e.24.no segir að skuldafangelsi hafi verið lögð af í Noregi árið 1874. Þau voru hinsvegar við lýði í Grikklandi allt fram að upphafi síðasta árs. Þá ákváðu stjórnvöld í Grikklandi að skuldafangelsi væru brot á stjórnarskrá landsins.
Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira