Nordea skilaði 616 milljóna evra hagnaði Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. júlí 2009 08:31 Skandínavíski bankinn Nordea skilaði 616 milljóna evra hagnaði á fyrri hluta þessa árs. Þetta er ein besta niðurstaða bankans í sögu hans. Tíðindin af hálfsársuppgjöri bankans vöktu gríðarlega ánægju í Danmörku í gær en hagnaðurinn samsvarar tæpum 111 milljörðum íslenskra króna. Fögnuðurinn yfir Nordea og öðrum dönskum bönkum, sem sýna ágætt árshelmingsuppgjör, stóð hins vegar ekki lengi yfir því danska blaðið Information segir að hagnaður bankanna sé að miklu leyti kominn til vegna himinnháa útlánsvaxta, sem séu langtum hærri en að meðaltali í evruríkjunum. Og það leikur danskt efnahagslíf grátt og kostar um það bil 10 þúsund störf, að mati Samtaka atvinnulífsins í Danmörku. Samtökin telja að fyrirtækin í landinu eigi í stórkostlegum vandræðum með samskipti við bankana. Ýmist fái þau alls ekki bankalán eða að vextirnir séu langt yfir evrumeðaltalinu. Samtökin telja að þetta sé óforsvaranlegt þegar fyrirtækin þurfa á sama tíma að glíma við erfiðleika vegna aðstæðna á alþjóðamörkuðum. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Skandínavíski bankinn Nordea skilaði 616 milljóna evra hagnaði á fyrri hluta þessa árs. Þetta er ein besta niðurstaða bankans í sögu hans. Tíðindin af hálfsársuppgjöri bankans vöktu gríðarlega ánægju í Danmörku í gær en hagnaðurinn samsvarar tæpum 111 milljörðum íslenskra króna. Fögnuðurinn yfir Nordea og öðrum dönskum bönkum, sem sýna ágætt árshelmingsuppgjör, stóð hins vegar ekki lengi yfir því danska blaðið Information segir að hagnaður bankanna sé að miklu leyti kominn til vegna himinnháa útlánsvaxta, sem séu langtum hærri en að meðaltali í evruríkjunum. Og það leikur danskt efnahagslíf grátt og kostar um það bil 10 þúsund störf, að mati Samtaka atvinnulífsins í Danmörku. Samtökin telja að fyrirtækin í landinu eigi í stórkostlegum vandræðum með samskipti við bankana. Ýmist fái þau alls ekki bankalán eða að vextirnir séu langt yfir evrumeðaltalinu. Samtökin telja að þetta sé óforsvaranlegt þegar fyrirtækin þurfa á sama tíma að glíma við erfiðleika vegna aðstæðna á alþjóðamörkuðum.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira