Segir að Írland og Grikkland gætu yfirgefið evrusamstarfið 15. desember 2009 10:54 Gjaldmiðlasérfræðingar Standard Bank telja að allar líkur á að Írland og Grikkland muni yfirgefa evrusamstarfið fyrir lok næsta árs. Bæði löndin séu nú í „óþolandi" efnahagsaðstæðum. Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni er haft eftir Steve Barrow forstjóra gjaldmiðladeildar Standard Bank að lönd eins og Írlandi og Grikkland gætu ekki átt möguleika á því að vaxta út úr kreppunni. Það sem einkum vekur áhyggjur er hin mikli vaxtamunur sem orðinn er á ríkisskuldabréfum Grikkja og Íra samanborið við Þýskaland. Vextir á grískum ríkisskuldabréfum gætu orðið 4% hærri en á þýskum á næsta ári en sem stendur er munurinn 2,1%. Á síðustu fimm árum var þessi munur 0,67% að jafnaði. Líkur eru á að munurinn vaxi einnig milli Írlands og Þýskalands og að hann verði 3% á næsta ári en í dag er hann 1,7%. Hinn mikli munur eykur vaxtabyrðina hjá Grikkjum og Írum en þessar þjóðir eiga ekki möguleika á að fella gengi gjaldmiðla sinna til að mæta honum. Munurinn er talinn meira eyðileggjandi fyrir efnahag Grikkja og Íra en þrýstingur á gengið, að mati Standard Bank. Fjármálaráðherra Íra gefur lítið fyrir þá hugmynd að landið yfirgefi evrusamstarfið og segir slíkt álíka líklegt og að Texas segi sig frá dollaranum. Gríski forsætisráðherran tekur í sama streng og segir engar líkur á að Grikkir leggi niður evruna. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gjaldmiðlasérfræðingar Standard Bank telja að allar líkur á að Írland og Grikkland muni yfirgefa evrusamstarfið fyrir lok næsta árs. Bæði löndin séu nú í „óþolandi" efnahagsaðstæðum. Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni er haft eftir Steve Barrow forstjóra gjaldmiðladeildar Standard Bank að lönd eins og Írlandi og Grikkland gætu ekki átt möguleika á því að vaxta út úr kreppunni. Það sem einkum vekur áhyggjur er hin mikli vaxtamunur sem orðinn er á ríkisskuldabréfum Grikkja og Íra samanborið við Þýskaland. Vextir á grískum ríkisskuldabréfum gætu orðið 4% hærri en á þýskum á næsta ári en sem stendur er munurinn 2,1%. Á síðustu fimm árum var þessi munur 0,67% að jafnaði. Líkur eru á að munurinn vaxi einnig milli Írlands og Þýskalands og að hann verði 3% á næsta ári en í dag er hann 1,7%. Hinn mikli munur eykur vaxtabyrðina hjá Grikkjum og Írum en þessar þjóðir eiga ekki möguleika á að fella gengi gjaldmiðla sinna til að mæta honum. Munurinn er talinn meira eyðileggjandi fyrir efnahag Grikkja og Íra en þrýstingur á gengið, að mati Standard Bank. Fjármálaráðherra Íra gefur lítið fyrir þá hugmynd að landið yfirgefi evrusamstarfið og segir slíkt álíka líklegt og að Texas segi sig frá dollaranum. Gríski forsætisráðherran tekur í sama streng og segir engar líkur á að Grikkir leggi niður evruna.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira