FIH bankinn í milljarða klemmu vegna Sjælsö Gruppen 28. ágúst 2009 10:59 FIH bankinn og Amagerbanken í Danmörku eru í klemmu vegna sambankaláns sem þeir veittu Sjælsö Gruppen að upphæð 1,1 milljarð danskra kr. eða rúmlega 25 milljarða kr. Skilyrðin fyrir láninu eru ekki lengur til staðar en þau voru helst að eiginfjárhlutfall félagsins mætti ekki fara niður fyrir 40%. Það stendur nú í 35,3%. Sjælsö Gruppen er stærsta fasteignafélag Danmerkur og hefur bágborin staða þess vakið mikla athygli danskra fjölmiða í morgun. Félagið starfar nú upp á náð og miskunn FIH og Amagerbankans að því er segir í frétt á business.dk en bankarnir tveir munu sýna Sjælsö Gruppen þolinmæði og eru tilbúnir að líta fram hjá brotinu á skilmálunum fram til 1. júní 2011. Eins og fram kom í frétt hér á síðunni fyrr í morgun skilaði Sjælsö Gruppen afleitu uppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins. FIH, Amagerbankinn og nokkrir aðrir bankar og fjármálafyrirtæki hafa ákveðið að koma félaginu til aðstoðar með rúmlega 500 milljónum danskra kr. í formi hlutafjáraukningar og 100 milljónum danskr kr. til að bæta fjárhagsstöðu félagsins. Sjælsö Gruppen telur sjálft að reksturinn verði mjög erfiður það sem eftir lifir ársins. Og business.dk nefnir í því sambandi að greining Nordea bankans taldi í júní s.l. að félagið þyrfti að afskrifa um 600 milljónir danskra kr. af eignaverðmæti sínu í ár ofan á þær 166 milljónir danskra kr. sem afskrifaðar voru á fyrri helming ársins. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
FIH bankinn og Amagerbanken í Danmörku eru í klemmu vegna sambankaláns sem þeir veittu Sjælsö Gruppen að upphæð 1,1 milljarð danskra kr. eða rúmlega 25 milljarða kr. Skilyrðin fyrir láninu eru ekki lengur til staðar en þau voru helst að eiginfjárhlutfall félagsins mætti ekki fara niður fyrir 40%. Það stendur nú í 35,3%. Sjælsö Gruppen er stærsta fasteignafélag Danmerkur og hefur bágborin staða þess vakið mikla athygli danskra fjölmiða í morgun. Félagið starfar nú upp á náð og miskunn FIH og Amagerbankans að því er segir í frétt á business.dk en bankarnir tveir munu sýna Sjælsö Gruppen þolinmæði og eru tilbúnir að líta fram hjá brotinu á skilmálunum fram til 1. júní 2011. Eins og fram kom í frétt hér á síðunni fyrr í morgun skilaði Sjælsö Gruppen afleitu uppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins. FIH, Amagerbankinn og nokkrir aðrir bankar og fjármálafyrirtæki hafa ákveðið að koma félaginu til aðstoðar með rúmlega 500 milljónum danskra kr. í formi hlutafjáraukningar og 100 milljónum danskr kr. til að bæta fjárhagsstöðu félagsins. Sjælsö Gruppen telur sjálft að reksturinn verði mjög erfiður það sem eftir lifir ársins. Og business.dk nefnir í því sambandi að greining Nordea bankans taldi í júní s.l. að félagið þyrfti að afskrifa um 600 milljónir danskra kr. af eignaverðmæti sínu í ár ofan á þær 166 milljónir danskra kr. sem afskrifaðar voru á fyrri helming ársins.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira