ESB vill herða reglur um vogunarsjóði Guðjón Helgason skrifar 30. apríl 2009 12:07 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að reglur um vogunarsjóði verði hertar. Hún vill einnig að evrópsk fjármálafyrirtæki geti tekið aftur kaupauka frá stjórnendum sem tapa fé með því að taka óhóflega áhættu. Þetta er liður í tillögum framkvæmdastjórnarinnar sem eru ekki binandi fyrir aðildarríki ESB. Um er að ræða tillögur að reglubreytingum. Í þeim flest að eftirlit með vogunarsjóðum á ESB svæðinu yrði hert. Ríkari krafa yrði gerð um skráningu þeirra og stjórnendum vogunarsjóða gert að greinar mun ítarlegar frá rekstrinum og tilkynningskylda því aukin. Laun til stjórnenda fjármálafyrirtækja yrðu takmörkuð og þak sett á starfslokasamninga - þeir stjórnendur sem misstu vinnuna fengu aðeins greidd föst laun til tveggja ára og ekki meira. Framkvæmdastjórnin leggur einnig til að fjármálafyrirtæki geti gert kröfu um að fá endurgreiddar kaupaukagreiðslur frá stjórnendum sem talið er að hafa valdið því að fyrirtækin sem þau stjórnuðu töpuðu fé á grundvelli áhættu sem þeir hafi tekið í rekstrinum. Sérfræðingar og lögfræðingar í evrópska fjármálageiranum hafa gangrýnt tillögur framkvæmdastjórnarinnar. Þeir segja þær óljósar og ekki nægilega vel úthugsaðar. Ekki sé tekið til sjóða sem séu stofnaðir utan áhrifasvæðis ESB svo sem á Cayman eyjum. Verði tillögurnar hluti af nýju regluverki geta til að mynda breskir fjárfestar ekki lagt fé í þá sjóði. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að reglur um vogunarsjóði verði hertar. Hún vill einnig að evrópsk fjármálafyrirtæki geti tekið aftur kaupauka frá stjórnendum sem tapa fé með því að taka óhóflega áhættu. Þetta er liður í tillögum framkvæmdastjórnarinnar sem eru ekki binandi fyrir aðildarríki ESB. Um er að ræða tillögur að reglubreytingum. Í þeim flest að eftirlit með vogunarsjóðum á ESB svæðinu yrði hert. Ríkari krafa yrði gerð um skráningu þeirra og stjórnendum vogunarsjóða gert að greinar mun ítarlegar frá rekstrinum og tilkynningskylda því aukin. Laun til stjórnenda fjármálafyrirtækja yrðu takmörkuð og þak sett á starfslokasamninga - þeir stjórnendur sem misstu vinnuna fengu aðeins greidd föst laun til tveggja ára og ekki meira. Framkvæmdastjórnin leggur einnig til að fjármálafyrirtæki geti gert kröfu um að fá endurgreiddar kaupaukagreiðslur frá stjórnendum sem talið er að hafa valdið því að fyrirtækin sem þau stjórnuðu töpuðu fé á grundvelli áhættu sem þeir hafi tekið í rekstrinum. Sérfræðingar og lögfræðingar í evrópska fjármálageiranum hafa gangrýnt tillögur framkvæmdastjórnarinnar. Þeir segja þær óljósar og ekki nægilega vel úthugsaðar. Ekki sé tekið til sjóða sem séu stofnaðir utan áhrifasvæðis ESB svo sem á Cayman eyjum. Verði tillögurnar hluti af nýju regluverki geta til að mynda breskir fjárfestar ekki lagt fé í þá sjóði.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira