Fótbolti

Ronaldinho dæmdur til að greiða 1,5 milljónir

Ronaldinho hefur átt erfitt uppdráttar hjá Milan
Ronaldinho hefur átt erfitt uppdráttar hjá Milan AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldinho hjá AC Milan hefur verið dæmdur til að greiða arkitekt í heimalandi sínu 1,5 milljónir króna í vangoldin laun.

Spænska blaðið Sport greinir frá því að arkitektinn Maria Cristina Gardolinski hafi hannað ljósabúnað á heimili hans í Porto Alegre, en Ronaldinho og bróðir hans og umboðsmaður Roberto de Assis hafi neitað að borga fyrir verkið.

Gardolinski fór hinsvegar með málið fyrir dóm og vann og því þurfa bræðurnir að punga út 1500 þúsund krónum.

Þetta er reyndar ekki há upphæð fyrir mann eins og Ronaldinho sem er einn tekjuhæsti knattspyrnumaður heims.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×