Danskir bankamenn aðstoða skuldsetta í sjálfboðavinnu 10. september 2009 10:17 Danskir bankamenn munu aðstoða skuldsetta Dani við að koma skikki á fjármál sín í sjálfboðavinnu og viðkomandi að kostnaðarlausu. Verkefni þetta fer af stað um miðjan þennan mánuð og munu 36 starfandi bankamenn standa að ráðgjöfinni í þremur borgum Danmerkur. Samkvæmt frétt um málið í Jyllands Posten er hugmyndin að þessari ráðgjöf vera upphaflega komin frá KFUM og Samtökum kristilegra stúdenda í Danmörku en verkefnið nýtur stuðings danska Fjármálaráðsins (Finansrådet) og Innanríkis- og félagsmálaráðuneytisins. Hugmyndin er að það fólk sem venjulega sækir sér ekki ráðgjöf um fjármál í bönkum geti komið inn af götunni og fengið slíka ráðgjöf sér að kostnaðarlausu. Fjármálaráðið mun samhæfa ráðningar bankamannanna að ráðgjöfinni en henni verður komið á fót á fjórum stöðum í Kaupmannahöfn, og einum í Óðinsvéum og Árósum til að byrja með. Fram kemur í fréttinni að danskir bankar hafi tekið vel í það að starfsmenn þeirra geti notað hluta af vinnutíma sínum til þessarar starfa. Og áhuginn er mikill meðal bankastarfsmanna því í fyrstu sóttu fleiri um að gerast sjálfboðaliðar en þörf var á. Þeir bankamenn sem vinna sem ráðgjafar gera það á eigin vegum og eru aldrei fulltrúar þess banka sem þeir vinna fyrir meðan á ráðgjöfinni stendur. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danskir bankamenn munu aðstoða skuldsetta Dani við að koma skikki á fjármál sín í sjálfboðavinnu og viðkomandi að kostnaðarlausu. Verkefni þetta fer af stað um miðjan þennan mánuð og munu 36 starfandi bankamenn standa að ráðgjöfinni í þremur borgum Danmerkur. Samkvæmt frétt um málið í Jyllands Posten er hugmyndin að þessari ráðgjöf vera upphaflega komin frá KFUM og Samtökum kristilegra stúdenda í Danmörku en verkefnið nýtur stuðings danska Fjármálaráðsins (Finansrådet) og Innanríkis- og félagsmálaráðuneytisins. Hugmyndin er að það fólk sem venjulega sækir sér ekki ráðgjöf um fjármál í bönkum geti komið inn af götunni og fengið slíka ráðgjöf sér að kostnaðarlausu. Fjármálaráðið mun samhæfa ráðningar bankamannanna að ráðgjöfinni en henni verður komið á fót á fjórum stöðum í Kaupmannahöfn, og einum í Óðinsvéum og Árósum til að byrja með. Fram kemur í fréttinni að danskir bankar hafi tekið vel í það að starfsmenn þeirra geti notað hluta af vinnutíma sínum til þessarar starfa. Og áhuginn er mikill meðal bankastarfsmanna því í fyrstu sóttu fleiri um að gerast sjálfboðaliðar en þörf var á. Þeir bankamenn sem vinna sem ráðgjafar gera það á eigin vegum og eru aldrei fulltrúar þess banka sem þeir vinna fyrir meðan á ráðgjöfinni stendur.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira