Hagnast á skortsölu 28. janúar 2009 00:01 Alan greenspan Fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna situr í ráðgjafanefnd vogunarsjóðs sem hefur hagnast vel á skortsölu á breskum bönkum upp á síðkastið. Markaðurinn/AFP Bandaríski vogunarsjóðurinn Paulson & Co, hefur hagnast um 295 milljónir punda, jafnvirði 50 milljarða króna, með skortsölu á hlutabréfum í Royal Bank of Scotland frá í september í fyrra. Sjóðurinn hefur sömuleiðis hagnast vel á sölu bréfa bresku bankanna Barclays og Lloyds, að sögn breska viðskiptadagblaðsins Financial Times. Skortsölur voru gagnrýndar í aðdraganda fjármálakreppunnar enda talið að þær gætu valdið fyrirtækjum sem urðu fyrir barðinu á þeim óheyrilegu tjóni. Í kjölfarið voru skortsölur bannaðar beggja vegna Atlantsála. Bannið nær til nýrra viðskipta en ekki þeirra samninga sem voru í gildi þegar það var sett á, líkt og í tilviki Paulson & Co. Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sem margir telja ábyrgan fyrir fjármálakreppunni, settist í ráðgjafanefnd sjóðsins um mitt síðasta ár. Sjóðurinn tengist Íslandi óbeint en hann var ráðandi hluthafi í hollensku iðnsamsteypunni Stork þegar Eyrir Invest, Marel og Landsbankinn hófu vinnu við yfirtöku hennar árið 2006. Markaðir Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski vogunarsjóðurinn Paulson & Co, hefur hagnast um 295 milljónir punda, jafnvirði 50 milljarða króna, með skortsölu á hlutabréfum í Royal Bank of Scotland frá í september í fyrra. Sjóðurinn hefur sömuleiðis hagnast vel á sölu bréfa bresku bankanna Barclays og Lloyds, að sögn breska viðskiptadagblaðsins Financial Times. Skortsölur voru gagnrýndar í aðdraganda fjármálakreppunnar enda talið að þær gætu valdið fyrirtækjum sem urðu fyrir barðinu á þeim óheyrilegu tjóni. Í kjölfarið voru skortsölur bannaðar beggja vegna Atlantsála. Bannið nær til nýrra viðskipta en ekki þeirra samninga sem voru í gildi þegar það var sett á, líkt og í tilviki Paulson & Co. Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sem margir telja ábyrgan fyrir fjármálakreppunni, settist í ráðgjafanefnd sjóðsins um mitt síðasta ár. Sjóðurinn tengist Íslandi óbeint en hann var ráðandi hluthafi í hollensku iðnsamsteypunni Stork þegar Eyrir Invest, Marel og Landsbankinn hófu vinnu við yfirtöku hennar árið 2006.
Markaðir Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf