Al Thani fjölskyldan áður í vafasömum viðskiptum 25. maí 2009 12:21 Al Thani fjölskyldan hefur áður verið rannsökuð fyrir vafasöm viðskipti. Fjölskyldan kom við sögu í einu mesta spillingarmáli Bretlands en málið tengist rannsókn á vopnaframleiðandanum BAE. Sérstakur saksóknari rannsakar nú kaup Sheik Al Thani á 5% hlut í Kaupþingi. Þegar kaupin áttu sér stað þóttu þau góð fyrir bankann og voru sögð bankanum sérstakt fagnaðarefni. Viðskiptasaga Al Thani fjölskyldunnar er þó ekki flekklaus því hún var viðriðin eitt mesta spillingarmál Bretlands síðari tíma. Í blaðinu Khaleej Times er farið yfir málið en það snýst um milljarða mútugreiðslur og peningaþvætti stærsta vopnaframleiðanda Bretlands, BAE Systems. Málið hófst fyrir um tíu árum en fyrirtækið greiddi þóknanir til áhrifamikilla manna í Katar og Sádi Arabíu á sama tíma og það var að semja um vopnaviðskipti við ríkisstjórnir landanna. Vopnarisinn gerði samning um kaup á hervörnum við Katar upp á 500 milljónir punda árið 1996. Fyrrum utanríkisráðherra Katar, Sheik Jassim Al Thani fékk þóknun frá fyrirtækinu sem var tengd 100 milljón punda sjóðum sem voru geymdir á eynni Jersey, sem er annáluð skattaparadís. Sá sem var skráður fyrir sjóðunum og naut ágóðans af þeim var meðlimur Al Thani fjölskyldunnar. Árið 2002 tilkynntu yfirvöld í Jersey að frekari rannsókn á málinu væri ekki fyrirhuguð. Á sama tíma samþykkti Sheik Al Thani að greiða yfirvöldum á eynni 6 milljón pund. Eva Joly, sem er sérstökum saksóknara innan handar í rannsókn á bankahruninu, minntist á þetta spillingarmál þegar hún var hér á landi en nefndi þó Al Thani fjölskylduna ekki á nafn. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Al Thani fjölskyldan hefur áður verið rannsökuð fyrir vafasöm viðskipti. Fjölskyldan kom við sögu í einu mesta spillingarmáli Bretlands en málið tengist rannsókn á vopnaframleiðandanum BAE. Sérstakur saksóknari rannsakar nú kaup Sheik Al Thani á 5% hlut í Kaupþingi. Þegar kaupin áttu sér stað þóttu þau góð fyrir bankann og voru sögð bankanum sérstakt fagnaðarefni. Viðskiptasaga Al Thani fjölskyldunnar er þó ekki flekklaus því hún var viðriðin eitt mesta spillingarmál Bretlands síðari tíma. Í blaðinu Khaleej Times er farið yfir málið en það snýst um milljarða mútugreiðslur og peningaþvætti stærsta vopnaframleiðanda Bretlands, BAE Systems. Málið hófst fyrir um tíu árum en fyrirtækið greiddi þóknanir til áhrifamikilla manna í Katar og Sádi Arabíu á sama tíma og það var að semja um vopnaviðskipti við ríkisstjórnir landanna. Vopnarisinn gerði samning um kaup á hervörnum við Katar upp á 500 milljónir punda árið 1996. Fyrrum utanríkisráðherra Katar, Sheik Jassim Al Thani fékk þóknun frá fyrirtækinu sem var tengd 100 milljón punda sjóðum sem voru geymdir á eynni Jersey, sem er annáluð skattaparadís. Sá sem var skráður fyrir sjóðunum og naut ágóðans af þeim var meðlimur Al Thani fjölskyldunnar. Árið 2002 tilkynntu yfirvöld í Jersey að frekari rannsókn á málinu væri ekki fyrirhuguð. Á sama tíma samþykkti Sheik Al Thani að greiða yfirvöldum á eynni 6 milljón pund. Eva Joly, sem er sérstökum saksóknara innan handar í rannsókn á bankahruninu, minntist á þetta spillingarmál þegar hún var hér á landi en nefndi þó Al Thani fjölskylduna ekki á nafn.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira