Fótbolti

Mourinho: Ég er enginn Harry Potter

Ómar Þorgeirsson skrifar
José Mourinho.
José Mourinho. Nordic photos/Getty images

Knattspyrnustjórinn litríki José Mourinho hjá Ítalíumeisturum Inter talar tæpitungulaust í viðtali við Gazzetta dello Sport í dag og viðurkennir að eins og staðan er í dag þá sé Inter ekki að fara að vinna Meistaradeildina á næstu leiktíð.

Hann kvartar jafnframt yfir því að hafa of stóran leikmannahóp þegar undirbúningstímabilið sé að byrja.

„Það er alls ekki jákvætt að vera með þrjátíu leikmenn í aðalliðinu. Hugmyndin var að fá fjóra nýja leikmenn inn í sumar og að við myndum losa okkur við átta leikmenn í staðinn en það hefur ekki gengið upp hingað til. Okkur vantar enn miðvörð og sóknarmiðjumann. Fjórir leikmenn hafa farið frá okkur, þar af þrír með lausan samning og einn á láni og við erum því ekki að fá neina peninga í kassann. Ég er ekki að gagnrýna forráðamenn félagsins því ég veit að þetta eru erfiðir tímar, efnahagslega séð.

Það er þar að leiðandi áfram ákveðinn getumunur á okkur og bestu félögum Evrópu en þetta verður að duga eins og er. Við getum unnið áfram með þennan leikmannahóp en ég er enginn kraftaverkamaður. Ég er hvorki Merlin né Harry Potter," segir Mourinho í samtali við Gazzetta dello Sport.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×