Eins manns dauði er annars manns brauð Gunnar Örn Jónsson skrifar 21. ágúst 2009 11:56 Frá Westminster í London. Ekki eru allir Bretar á því að lágvöruverslanir séu af hinu góða. Verslanir með ódýrar vörur þrífast best í því efnahagsástandi sem nú er á Bretlandi. Verslunarkeðjan 99p Stores, eða allt á 99pens, hefur fjölgað verslunum sínum verulega á árinu og áætlar að tvöfalda fjölda verslana sinna á þessu ári. Verslanir 99p Stores á Bretlandi eru nú 99 talsins. Gjaldþrot Woolworths, sem var að hluta til í eigu Baugs, aðstoðar við vöxt verslananna, segir annar af eigendum 99p Stores. Hussein Lalani, annar af eigendum 99p Stores búðanna, segir að þrjátíu 99p stores hafi opnað í húsnæði sem áður tilheyrði hinni gjaldþrota Woolworths matvöruverslun. „Þeim á eftir að fjölga enn frekar og það er ljóst að gjaldþrot Wollie hefur aðstoðað okkur við að vaxa sem raun ber vitni," segir Hussein Lalani. Umræddar Woolworths verslanir urðu gjaldþrota síðastliðinn vetur en þær voru að hluta í eigu Baugs. En það eru ekki allir sem njóta þess að gera reifarakaup. Eileen Ricks, 75 ára íbúi í Kent, rétt fyrir sunnan London segir að nóg sé komið af lágvöruverslunum. „Nú þegar höfum við búðirnar Allt á eitt pund og Wilkinson og því höfum við ekkert við nýja lágvöruverslun að gera," hefur Sky fréttaveitan eftir frú Eileen. „Það sem við þurfum í dag eru verslanir sem auka bjartsýni neytenda en ekki verslanir sem draga úr bjartsýni og jákvæðni, allir af minni kynslóð myndu taka undir orð mín," segir frúin. Yfir eitt þúsund manns hafa skráð sig í Facebook hóp í smábænum Cotswold í Englandi sem mótmælir opnun 99p Store í bænum. Það er því ljóst að ekki eru allir á eitt sáttir þegar kemur að opnun lágvöruverslana eins og 99p Store. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verslanir með ódýrar vörur þrífast best í því efnahagsástandi sem nú er á Bretlandi. Verslunarkeðjan 99p Stores, eða allt á 99pens, hefur fjölgað verslunum sínum verulega á árinu og áætlar að tvöfalda fjölda verslana sinna á þessu ári. Verslanir 99p Stores á Bretlandi eru nú 99 talsins. Gjaldþrot Woolworths, sem var að hluta til í eigu Baugs, aðstoðar við vöxt verslananna, segir annar af eigendum 99p Stores. Hussein Lalani, annar af eigendum 99p Stores búðanna, segir að þrjátíu 99p stores hafi opnað í húsnæði sem áður tilheyrði hinni gjaldþrota Woolworths matvöruverslun. „Þeim á eftir að fjölga enn frekar og það er ljóst að gjaldþrot Wollie hefur aðstoðað okkur við að vaxa sem raun ber vitni," segir Hussein Lalani. Umræddar Woolworths verslanir urðu gjaldþrota síðastliðinn vetur en þær voru að hluta í eigu Baugs. En það eru ekki allir sem njóta þess að gera reifarakaup. Eileen Ricks, 75 ára íbúi í Kent, rétt fyrir sunnan London segir að nóg sé komið af lágvöruverslunum. „Nú þegar höfum við búðirnar Allt á eitt pund og Wilkinson og því höfum við ekkert við nýja lágvöruverslun að gera," hefur Sky fréttaveitan eftir frú Eileen. „Það sem við þurfum í dag eru verslanir sem auka bjartsýni neytenda en ekki verslanir sem draga úr bjartsýni og jákvæðni, allir af minni kynslóð myndu taka undir orð mín," segir frúin. Yfir eitt þúsund manns hafa skráð sig í Facebook hóp í smábænum Cotswold í Englandi sem mótmælir opnun 99p Store í bænum. Það er því ljóst að ekki eru allir á eitt sáttir þegar kemur að opnun lágvöruverslana eins og 99p Store.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira