Hertar bankareglur G-20 munu draga úr hagnaði banka 21. september 2009 09:52 Leiðtogar G-20 ríkjanna hittast í vikunni og á fundi þeirra verður reynt að herða reglur um starfsemi banka. Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni segir að um umfangsmestu uppstokkun á þessum reglum verði að ræða síðan upp úr 1930. Talið er að reglurnar muni draga úr hagnaði bankanna og á þeim bæjum eru menn ekki sáttir. Í þeirri áætlun sem Barack Obama Bandaríkjaforseti og aðrir leiðtogar G-20 ætla að leggja fram er gert ráð fyrir að dregið verði úr áhættusækni bankanna, eiginfjárstuðlar þeirra verði hækkaðir og bönkum gert skylt að liggja inni með fleiri auðseljanlegar eignir en áður. Af öðrum málum á dagskrá G-20 fundarins, sem stendur á fimmtudag og föstudag má nefna umræður um hvernig eigi að keyra efnahagsuppsveifluna, forðast verndarstefnu, bæta endurskoðanir og endurskipuleggja stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fari svo að almenn samstaða náist um fyrrgreindar bankareglur er líklegt að þær muni minnka um þriðjung hagnaðarmöguleikana hjá bönkum á borð við Goldman Sachs, Barclays, Deutsche Bank og JPMorgan Chase. Talsmenn þessara banka vildu ekki tjá sig um málið við Bloomberg. Hinsvegar vitnar fréttaveitan í Íslandsvininn og hagfræðinginn Joseph Stiglitz sem segir að ekkert sem máli skipti hafi enn verið framkvæmt. „Og bankarnir eru að þrýsta á móti," segir Stiglitz. „Leiðtogar G-20 munu koma smávægilegum breytingum í gagnið en hvert skerf fram á við er breyting í rétta átt." Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Leiðtogar G-20 ríkjanna hittast í vikunni og á fundi þeirra verður reynt að herða reglur um starfsemi banka. Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni segir að um umfangsmestu uppstokkun á þessum reglum verði að ræða síðan upp úr 1930. Talið er að reglurnar muni draga úr hagnaði bankanna og á þeim bæjum eru menn ekki sáttir. Í þeirri áætlun sem Barack Obama Bandaríkjaforseti og aðrir leiðtogar G-20 ætla að leggja fram er gert ráð fyrir að dregið verði úr áhættusækni bankanna, eiginfjárstuðlar þeirra verði hækkaðir og bönkum gert skylt að liggja inni með fleiri auðseljanlegar eignir en áður. Af öðrum málum á dagskrá G-20 fundarins, sem stendur á fimmtudag og föstudag má nefna umræður um hvernig eigi að keyra efnahagsuppsveifluna, forðast verndarstefnu, bæta endurskoðanir og endurskipuleggja stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fari svo að almenn samstaða náist um fyrrgreindar bankareglur er líklegt að þær muni minnka um þriðjung hagnaðarmöguleikana hjá bönkum á borð við Goldman Sachs, Barclays, Deutsche Bank og JPMorgan Chase. Talsmenn þessara banka vildu ekki tjá sig um málið við Bloomberg. Hinsvegar vitnar fréttaveitan í Íslandsvininn og hagfræðinginn Joseph Stiglitz sem segir að ekkert sem máli skipti hafi enn verið framkvæmt. „Og bankarnir eru að þrýsta á móti," segir Stiglitz. „Leiðtogar G-20 munu koma smávægilegum breytingum í gagnið en hvert skerf fram á við er breyting í rétta átt."
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira