Fótbolti

Krísufundur hjá Juventus

NordicPhotos/GettyImages

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að haldinn verði krísufundur hjá Juventus í vikunni til að ræða skelfilegt gengi liðsins að undanförnu.

Juventus hefur ekki unnið leik í deildinni í tvo mánuði og nú er svo komið að liðið sem var í titilbaráttu fyrir skömmu síðan á raunverulega á hættu að missa af sæti sem gefur sjálfkrafa þátttökurétt í meistaradeildinni.

Juventus hefur ekki unnið sigur í síðustu átta leikjum sínum og hefur aðeins einu sinni í sögunni gengið jafn illa á tveggja mánaða tímabili. Það var árið 1983.

Því er haldið fram að Claudio Ranieri þjálfari verði jafnvel rekinn eftir þennan fund og að þá muni gamla kempan Ciro Ferrara taka við starfi hans í síðustu tveimur leikjunum í deildinni.

Juventus er í þriðja sæti deildarinnar með 68 stig, aðeins einu stigi meira en Fiorentina sem er í fjórða sætinu.

Staðan í A deildinni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×