Vilja rannsókn á 110 milljarða yfirfærslu til Kaupþings 25. desember 2009 13:05 Kröfuhafar í dótturfélag Kaupþings á eyjunni Mön, Kaupthing Singer & Friedlander Isle of Man (KSFIOM), vilja að rannsókn fari fram á 550 milljón punda eða rúmlega 110 milljarða kr. yfirfærslu frá KSFIOM til Singer & Friedlander banka Kaupþins í London korteri fyrir hrun bankans í fyrra. Þetta kemur fram á vefsíðunni Timesonline. Þar segir að kröfuhafarnir hafi orðið fyrir enn einu áfallinu nú rétt fyrir jólin þegar þeim var tilkynnt að kröfur þeirra fengjust að öllum líkindum ekki greiddar fyrr en árið 2017. Þar að auki myndi ekki nema 80% krafnanna verða endurgreiddar. Sérstakur aðgerðarhópur kröfuhafa KSFIOM hefur lýst yfir óánægju sinni með þróun mála en alls gera um 4.000 íbúa á Mön kröfur í bankann. Þeir fengu 50.000 pund hver frá tryggingarsjóði innistæðueigenda á Mön s.l. haust, en óttast að sjá aldrei penný í viðbót. Fall dótturfélagsins á Mön má rekja aftur til sumarsins í fyrra þegar fjármálaeftirlitið á Mön (FSC) hafði áhyggjur af þeirri hættu sem KSFIOM stafaði af efnahagsþróuninni á Íslandi. Þetta leiddi til þess að KSFIOM yfirfærði 550 milljónir punda, eða helming eigna sinna, til Kaupþings í London þar talið var að þetta fé væri öruggt þar. Kaupþing féll svo skömmu síðar. KSFIOM var tekið til gjaldþrotaskipta í maí s.l. Aðgerðarhópur kröfuhafa krefst opinberrar rannsóknar á þessari yfirfærslu þar sem ljóst er að þessi upphæð fer langt með að greiða upp allar kröfur þeirra. Hópurinn vill fá að vita hvort yfirfærslan var á ábyrgð FSC eða breska fjármálaeftirlitsins (FSA). Sarah Chantrey talskona aðgerðarhópsins segir að það sé algerlega óásættanlegt að allar opinberar stofnanir sem komið hafa að málinu neita að bera ábyrgð á falli KSFIOM. Í síðustu viku var lögð fram þingsályktunartillaga í breska þinginu þar sem öll sökin á hendur falli KSFIOM er lögð á herðar FSA. Það er þá ákvöðrun FSA að taka innistæðuleyfið af KSFIOM í kjölfar falls Kaupþings á Bretlandi. PricewaterhouseCoopers sem annast skiptastjórn KFSIOM vildu ekki tjá sig um málið. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kröfuhafar í dótturfélag Kaupþings á eyjunni Mön, Kaupthing Singer & Friedlander Isle of Man (KSFIOM), vilja að rannsókn fari fram á 550 milljón punda eða rúmlega 110 milljarða kr. yfirfærslu frá KSFIOM til Singer & Friedlander banka Kaupþins í London korteri fyrir hrun bankans í fyrra. Þetta kemur fram á vefsíðunni Timesonline. Þar segir að kröfuhafarnir hafi orðið fyrir enn einu áfallinu nú rétt fyrir jólin þegar þeim var tilkynnt að kröfur þeirra fengjust að öllum líkindum ekki greiddar fyrr en árið 2017. Þar að auki myndi ekki nema 80% krafnanna verða endurgreiddar. Sérstakur aðgerðarhópur kröfuhafa KSFIOM hefur lýst yfir óánægju sinni með þróun mála en alls gera um 4.000 íbúa á Mön kröfur í bankann. Þeir fengu 50.000 pund hver frá tryggingarsjóði innistæðueigenda á Mön s.l. haust, en óttast að sjá aldrei penný í viðbót. Fall dótturfélagsins á Mön má rekja aftur til sumarsins í fyrra þegar fjármálaeftirlitið á Mön (FSC) hafði áhyggjur af þeirri hættu sem KSFIOM stafaði af efnahagsþróuninni á Íslandi. Þetta leiddi til þess að KSFIOM yfirfærði 550 milljónir punda, eða helming eigna sinna, til Kaupþings í London þar talið var að þetta fé væri öruggt þar. Kaupþing féll svo skömmu síðar. KSFIOM var tekið til gjaldþrotaskipta í maí s.l. Aðgerðarhópur kröfuhafa krefst opinberrar rannsóknar á þessari yfirfærslu þar sem ljóst er að þessi upphæð fer langt með að greiða upp allar kröfur þeirra. Hópurinn vill fá að vita hvort yfirfærslan var á ábyrgð FSC eða breska fjármálaeftirlitsins (FSA). Sarah Chantrey talskona aðgerðarhópsins segir að það sé algerlega óásættanlegt að allar opinberar stofnanir sem komið hafa að málinu neita að bera ábyrgð á falli KSFIOM. Í síðustu viku var lögð fram þingsályktunartillaga í breska þinginu þar sem öll sökin á hendur falli KSFIOM er lögð á herðar FSA. Það er þá ákvöðrun FSA að taka innistæðuleyfið af KSFIOM í kjölfar falls Kaupþings á Bretlandi. PricewaterhouseCoopers sem annast skiptastjórn KFSIOM vildu ekki tjá sig um málið.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira