Lehman Brothers notaði ástarbréf til að fegra stöðuna 14. mars 2010 12:00 Lehman Brother notaði ýmis vafasöm ráð til að fegra stöðu sína í tveimur síðustu ársfjórðungsuppgjörum sínum fyrir gjaldþrot bankans haustið 2008. Eitt þeirra kallaðist Repo 105 og eru svipuð viðskiptum hérlendis sem hafa gengið undir nafninu ástarbréf Seðlabankans. Repo hafa verið nefnd endurhverf viðskipti í íslenskri þýðingu og felast í því að bankar veita hvorir öðrum skammtímalán með veði í eignum. Undir venjulegum kringumstæðum eiga endurhverf viðskipti ekki að hafa nein áhrif á bókhaldsstöðu bankanna. Í viðskiptunum skuldbindur bankinn sig til þess að kaupa eignirnar aftur plús einhverja þóknun fyrir lánið og þetta sléttast því nær út tekju- og gjaldamegin í uppgjörum. Lehman Brothers setti þann snúning á Repo viðskipti sín að bankinn skilgreindi þau sem sölu á eignunum og lánin á móti sem eigið fé í staðinn fyrir skuld í uppgjörum sínum. Á þann hátt tókst bankanum að fegra stöðu sína upp á um 50 milljarða dollara, eða hátt í 7.000 milljarða kr. Fjallað er um Repo 105 í tímaritinu The Economist en upplýsingar um þau er að finna í 2.200 blaðsíðna rannsóknarskýrslu sem Anton Valukas lögmaður hjá Jenner & Block vann fyrir bandarískan dómstól. Fram kemur að Repo 105 var svo vafasamt að stjórn Lehman Brothers tókst ekki að fá neinn bandarískan lögmann til þess að skrifa upp á að um „sölu" væri að ræða í stað lána. Stjórnin leitaði því til breskrar lögmannastofu sem átti ekki í vandræðum með að styðja skilning stjórnar bankans. Fóru viðskiptin því alfarið fram í gegnum starfsstöðvar Lehman Brothers í Bretlandi. Valukas setur einnig stórt spurningamerki við vinnubrögð Ernst & Young endurskoðenda bankans og það að þeir skildu hafa skrifað upp á tvö síðustu uppgjör Lehman Brothers án athugasemda við Repo 105. Í The Economist segir að í tölvupóstum meðal stjórnenda bankans sé Repo 105 ýmist kallað skreyting (window-dressing) eða endurskoðendatrix (accounting gimmick). Bark McDade sem varð stjórnarformaður Lehman Brothers í júní 2008 segir í einum póstinum að Repo 105 sé...."orðið að einu lyfi í viðbót sem við erum orðnir háðir." Valukas telur sjálfur að grundvöllur gæti verið til staðar til að hefja lögsókn gegn Dick Fuld forstjóra Lehman Brothers fyrir að hafa blekkt hluthafa bankans um raunverulega stöðu bankans á fyrri hluta ársins 2008. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lehman Brother notaði ýmis vafasöm ráð til að fegra stöðu sína í tveimur síðustu ársfjórðungsuppgjörum sínum fyrir gjaldþrot bankans haustið 2008. Eitt þeirra kallaðist Repo 105 og eru svipuð viðskiptum hérlendis sem hafa gengið undir nafninu ástarbréf Seðlabankans. Repo hafa verið nefnd endurhverf viðskipti í íslenskri þýðingu og felast í því að bankar veita hvorir öðrum skammtímalán með veði í eignum. Undir venjulegum kringumstæðum eiga endurhverf viðskipti ekki að hafa nein áhrif á bókhaldsstöðu bankanna. Í viðskiptunum skuldbindur bankinn sig til þess að kaupa eignirnar aftur plús einhverja þóknun fyrir lánið og þetta sléttast því nær út tekju- og gjaldamegin í uppgjörum. Lehman Brothers setti þann snúning á Repo viðskipti sín að bankinn skilgreindi þau sem sölu á eignunum og lánin á móti sem eigið fé í staðinn fyrir skuld í uppgjörum sínum. Á þann hátt tókst bankanum að fegra stöðu sína upp á um 50 milljarða dollara, eða hátt í 7.000 milljarða kr. Fjallað er um Repo 105 í tímaritinu The Economist en upplýsingar um þau er að finna í 2.200 blaðsíðna rannsóknarskýrslu sem Anton Valukas lögmaður hjá Jenner & Block vann fyrir bandarískan dómstól. Fram kemur að Repo 105 var svo vafasamt að stjórn Lehman Brothers tókst ekki að fá neinn bandarískan lögmann til þess að skrifa upp á að um „sölu" væri að ræða í stað lána. Stjórnin leitaði því til breskrar lögmannastofu sem átti ekki í vandræðum með að styðja skilning stjórnar bankans. Fóru viðskiptin því alfarið fram í gegnum starfsstöðvar Lehman Brothers í Bretlandi. Valukas setur einnig stórt spurningamerki við vinnubrögð Ernst & Young endurskoðenda bankans og það að þeir skildu hafa skrifað upp á tvö síðustu uppgjör Lehman Brothers án athugasemda við Repo 105. Í The Economist segir að í tölvupóstum meðal stjórnenda bankans sé Repo 105 ýmist kallað skreyting (window-dressing) eða endurskoðendatrix (accounting gimmick). Bark McDade sem varð stjórnarformaður Lehman Brothers í júní 2008 segir í einum póstinum að Repo 105 sé...."orðið að einu lyfi í viðbót sem við erum orðnir háðir." Valukas telur sjálfur að grundvöllur gæti verið til staðar til að hefja lögsókn gegn Dick Fuld forstjóra Lehman Brothers fyrir að hafa blekkt hluthafa bankans um raunverulega stöðu bankans á fyrri hluta ársins 2008.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira