Vaxandi atvinnuleysi gæti kosta Dani 1.000 milljarða 7. janúar 2010 14:21 Vaxandi atvinnuleysi meðal Dana gæti kostað ríkissjóð landsins 45 milljarða danskra kr eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í ár og næsta ár. Kostnaður vegna atvinnuleysisins í fyrra nam tæplega helmingi af þessari upphæð eða 20 milljörðum danskra kr.Fjallað er um málið í Politiken en fyrrgreindar tölur eru byggðar á úttekt viðskiptaráðs verkalýðshreyfingarinnar (AE) í Danmörku. Þær byggja á tölum um fjölda atvinnulausra og tölum um ört minnkandi nýráðningar á danska vinnumarkaðinum.Lars Andersen forstjóri AE segir að hingað til hafi dönskum stjórnvöldum mistekist að koma einkaneyslu landsins í gang að nýju í yfirstandandi kreppu.„Eins og fram kemur í úttekt okkar er mjög dýrkeypt fyrir verkalýðsfélög og hið opinbera ef maður gerir ekkert á meðan að atvinnuleysið rýkur upp," segir Andersen. „Benda má á að hið mikla atvinnuleysi er stærsti þátturinn í miklum hallarekstri á ríkissjóði í ár og á næsta ári."Sem stendur eru atvinnulausir í Danmörku tæplega 123.000 talsins eða um 4,4% af vinnuaflinu. Í úttekt AE er reiknað með að þessi fjöldi fari ört vaxandi á næstunni og nái tölunni 180.000 þegar kemur inn í árið 2011. Gangi það eftir verður kostnaðurinn fyrrgreindar 45 milljarðar danskra kr. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vaxandi atvinnuleysi meðal Dana gæti kostað ríkissjóð landsins 45 milljarða danskra kr eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í ár og næsta ár. Kostnaður vegna atvinnuleysisins í fyrra nam tæplega helmingi af þessari upphæð eða 20 milljörðum danskra kr.Fjallað er um málið í Politiken en fyrrgreindar tölur eru byggðar á úttekt viðskiptaráðs verkalýðshreyfingarinnar (AE) í Danmörku. Þær byggja á tölum um fjölda atvinnulausra og tölum um ört minnkandi nýráðningar á danska vinnumarkaðinum.Lars Andersen forstjóri AE segir að hingað til hafi dönskum stjórnvöldum mistekist að koma einkaneyslu landsins í gang að nýju í yfirstandandi kreppu.„Eins og fram kemur í úttekt okkar er mjög dýrkeypt fyrir verkalýðsfélög og hið opinbera ef maður gerir ekkert á meðan að atvinnuleysið rýkur upp," segir Andersen. „Benda má á að hið mikla atvinnuleysi er stærsti þátturinn í miklum hallarekstri á ríkissjóði í ár og á næsta ári."Sem stendur eru atvinnulausir í Danmörku tæplega 123.000 talsins eða um 4,4% af vinnuaflinu. Í úttekt AE er reiknað með að þessi fjöldi fari ört vaxandi á næstunni og nái tölunni 180.000 þegar kemur inn í árið 2011. Gangi það eftir verður kostnaðurinn fyrrgreindar 45 milljarðar danskra kr.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira