Vettel hamingjusamur með stigin 4. apríl 2010 17:14 Sebastian Vettel var sáttur við sitt í dag. Mynd: Getty Images SRed Bull ökumaðurinn ebastian Vettel vann sitt fyrsta Formúlu 1 mót í dag, eftir að hafa skákað liðsfélaganum í fyrstu beygju og þurfti Mark Webber því að sjá á eftir mögulegum sigri til Vettels. Vettel virtist þó hafa blendnar tilfinningar um að hafa lagt liðsfélaga sinn af velli, strax í byrjun móts. "Mér leið ekkert þægilega. Ég áttaði mig á því að ég hafði náð góðu starti og komst framúr Nico Rosberg og náði svo að fara í kjölfar Marks og græddi þannig hraða. Það er langur beinn kafli að fyrstu beygju og ég tók áhættu í fyrstu beygju. Ég rétt komst framúr og við áttust við í smá stund, en berum virðingu hvor fyrir öðrum", sagði Vettel um framúrakstur sinn á liðsfélagann Webber. "Ég er viss um að Mark hefði gert það sama í minni stöðu og eftir þessa viðureign var þetta bara spurning um að stinga keppinautanna af. Við Mark vorum á svipuðum hraða, þó hann hafi kannski verið örlítið hraðskreiðari í upphafi. Ég reyndi að spara dekkin, sem tókst og eftir hlé náði ég að auka forskotið. Það var geysilega heitt og ég svitnaði og svitnaði. Sem betur fer varð ég ekki uppiskroppa með vökva til að drekka. Um tíma vonaðist ég eftir rigningu til að fá kælingu." "Þetta voru góð úrslit fyrir mig, eftir tvö mót þar sem árangurinn var ekki sá sem ég vænti. Það er mjög mikilvægt að halda ró sinni þegar illa gengur og úrslitin er okkur hagstæð. Svo er bónus að Webber varð í öðru sæti. Fullt af stigum og ég er hamingjusamur", sagði Vettel. Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
SRed Bull ökumaðurinn ebastian Vettel vann sitt fyrsta Formúlu 1 mót í dag, eftir að hafa skákað liðsfélaganum í fyrstu beygju og þurfti Mark Webber því að sjá á eftir mögulegum sigri til Vettels. Vettel virtist þó hafa blendnar tilfinningar um að hafa lagt liðsfélaga sinn af velli, strax í byrjun móts. "Mér leið ekkert þægilega. Ég áttaði mig á því að ég hafði náð góðu starti og komst framúr Nico Rosberg og náði svo að fara í kjölfar Marks og græddi þannig hraða. Það er langur beinn kafli að fyrstu beygju og ég tók áhættu í fyrstu beygju. Ég rétt komst framúr og við áttust við í smá stund, en berum virðingu hvor fyrir öðrum", sagði Vettel um framúrakstur sinn á liðsfélagann Webber. "Ég er viss um að Mark hefði gert það sama í minni stöðu og eftir þessa viðureign var þetta bara spurning um að stinga keppinautanna af. Við Mark vorum á svipuðum hraða, þó hann hafi kannski verið örlítið hraðskreiðari í upphafi. Ég reyndi að spara dekkin, sem tókst og eftir hlé náði ég að auka forskotið. Það var geysilega heitt og ég svitnaði og svitnaði. Sem betur fer varð ég ekki uppiskroppa með vökva til að drekka. Um tíma vonaðist ég eftir rigningu til að fá kælingu." "Þetta voru góð úrslit fyrir mig, eftir tvö mót þar sem árangurinn var ekki sá sem ég vænti. Það er mjög mikilvægt að halda ró sinni þegar illa gengur og úrslitin er okkur hagstæð. Svo er bónus að Webber varð í öðru sæti. Fullt af stigum og ég er hamingjusamur", sagði Vettel.
Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira