Möller-Mærsk leigir herskip til að verjast sjóræningjum 4. janúar 2010 08:48 Danska skipafélagið A.P. Möller-Mærsk hefur gripið til þess ráðs að leigja herskip og hermenn af stjórnvöldum í Tanzaníu. Á herskipið að verja flutningaskip Möller-Mærsk úti fyrir ströndum Sómalíu.„Sjóleiðirnar undan ströndum austurhluta Afríku eru grátt svæði þar sem vanþróuðu löndin þar hafa ekki burði til þess að berjast gegn sjóræningjunum," segir Jan Fritz Hansen aðstoðarforstjóri sambands skipafélaga í Danmörku í samtali við Jyllands Posten um málið. „Það er skyndilausn að skipafélag leigi herskip frá öðru landi. En það stendur ekkert annað til boða."Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Möller-Mærsk grípur til þessa ráðs til að verja sig gegn hótunum sjóræningja. Í desember 2008 leigði skipafélagið herskip frá Tanzaníu í gegnum málaliða hjá öryggisfyrirtækinu Guardian GBS. Það herskip verndaði þá siglingu olíutankskipsins Brigit Maersk framhjá Sómalíu.Steffen Jacobsen tækniforstjóri hjá Maersk Tankers segir að á þessum tíma hafi skipafélagið kannað málið og í ljós hafi komið að um löglega aðgerð hafi verið að ræða og hún hafi verið lausn á erfiðri stöðu.Fram kemur í fréttinni að fleiri fátæk Afríkulönd hafi gripið til þess ráðs að leigja alþjóðlegum skipafélögum herskip sín þar sem löndin sjálf hafa ekki efni á að reka skipin. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danska skipafélagið A.P. Möller-Mærsk hefur gripið til þess ráðs að leigja herskip og hermenn af stjórnvöldum í Tanzaníu. Á herskipið að verja flutningaskip Möller-Mærsk úti fyrir ströndum Sómalíu.„Sjóleiðirnar undan ströndum austurhluta Afríku eru grátt svæði þar sem vanþróuðu löndin þar hafa ekki burði til þess að berjast gegn sjóræningjunum," segir Jan Fritz Hansen aðstoðarforstjóri sambands skipafélaga í Danmörku í samtali við Jyllands Posten um málið. „Það er skyndilausn að skipafélag leigi herskip frá öðru landi. En það stendur ekkert annað til boða."Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Möller-Mærsk grípur til þessa ráðs til að verja sig gegn hótunum sjóræningja. Í desember 2008 leigði skipafélagið herskip frá Tanzaníu í gegnum málaliða hjá öryggisfyrirtækinu Guardian GBS. Það herskip verndaði þá siglingu olíutankskipsins Brigit Maersk framhjá Sómalíu.Steffen Jacobsen tækniforstjóri hjá Maersk Tankers segir að á þessum tíma hafi skipafélagið kannað málið og í ljós hafi komið að um löglega aðgerð hafi verið að ræða og hún hafi verið lausn á erfiðri stöðu.Fram kemur í fréttinni að fleiri fátæk Afríkulönd hafi gripið til þess ráðs að leigja alþjóðlegum skipafélögum herskip sín þar sem löndin sjálf hafa ekki efni á að reka skipin.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira