Bono óheppinn með fjárfestingar sínar 28. mars 2010 12:00 Allar líkur eru á að Bono, söngvari U2, muni tapi gífurlegum upphæðum á fjárfestingum sínum undanfarin ár. Í aðra hönd hagnaðist Bono vel á tónlist sinni en í hina tapaði hann þessum fjármunum jafnóðum á fjárfestingum sínum. Fjallað er um málið á vefsíðunni 24/7 Wall St. Þar segir að m.a. að Bono greiddi 460 milljónir dollara, eða tæpa 60 milljarða kr. árið 2007 fyrir 25% hlut í fjárfestingafélaginu Elevation Partners. Félag þetta sérhæfir sig í að aðstoða fjölmiðla og fyrirtæki í afþreyingariðnaðinum við að markaðssetja góðar hugmyndir. Elevation Partners hafa fjárfest í nokkrum verkefnum með hörmulegum árangri. Má þar m.a. nefna félagið Palm sem framleiðir farsíma. Palm tapaði stórum upphæðum á símanum Pré. Við þau ótíðindi lækkuðu hlutir í Elevation um 30%. Í fyrra voru hlutir í Elevation metnir á tæplega 20 dollara. Í dag standa þeir í 3,65 dollurum. Raunar má telja gott að félagið geti forðað sér frá gjaldþroti að mati Whitney Tilson hjá T2 Partners. „Það eru 90% líkur á að Elevation fari í gjaldþrot eða greiðslustöðvun á þessu ári," segir Tilson. Það bætir svo ekki stöðuna að Elevation setti 300 milljónir dollara , eða tæplega 40 milljarða kr. í netþjónustu Forbes árið 2006. Síðan hefur verðmatið á þjónustunni fallið úr 750 milljónum dollara og niður í 100 milljónir dollara. Af öðrum fjárfestingum Bono má nefna fasteignavefsíðuna Move sem fjárfestingarsjóður Bono fjárfesti 100 milljónir dollara eða tæplega 13 milljarða kr. í árið 2005. Síðan hefur verðmæti Move lækkað um helming. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Allar líkur eru á að Bono, söngvari U2, muni tapi gífurlegum upphæðum á fjárfestingum sínum undanfarin ár. Í aðra hönd hagnaðist Bono vel á tónlist sinni en í hina tapaði hann þessum fjármunum jafnóðum á fjárfestingum sínum. Fjallað er um málið á vefsíðunni 24/7 Wall St. Þar segir að m.a. að Bono greiddi 460 milljónir dollara, eða tæpa 60 milljarða kr. árið 2007 fyrir 25% hlut í fjárfestingafélaginu Elevation Partners. Félag þetta sérhæfir sig í að aðstoða fjölmiðla og fyrirtæki í afþreyingariðnaðinum við að markaðssetja góðar hugmyndir. Elevation Partners hafa fjárfest í nokkrum verkefnum með hörmulegum árangri. Má þar m.a. nefna félagið Palm sem framleiðir farsíma. Palm tapaði stórum upphæðum á símanum Pré. Við þau ótíðindi lækkuðu hlutir í Elevation um 30%. Í fyrra voru hlutir í Elevation metnir á tæplega 20 dollara. Í dag standa þeir í 3,65 dollurum. Raunar má telja gott að félagið geti forðað sér frá gjaldþroti að mati Whitney Tilson hjá T2 Partners. „Það eru 90% líkur á að Elevation fari í gjaldþrot eða greiðslustöðvun á þessu ári," segir Tilson. Það bætir svo ekki stöðuna að Elevation setti 300 milljónir dollara , eða tæplega 40 milljarða kr. í netþjónustu Forbes árið 2006. Síðan hefur verðmatið á þjónustunni fallið úr 750 milljónum dollara og niður í 100 milljónir dollara. Af öðrum fjárfestingum Bono má nefna fasteignavefsíðuna Move sem fjárfestingarsjóður Bono fjárfesti 100 milljónir dollara eða tæplega 13 milljarða kr. í árið 2005. Síðan hefur verðmæti Move lækkað um helming.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira