Icesave vekur upp ótta að nýju um innistæðuöryggi hjá Bretum 10. janúar 2010 11:38 Icesavemálið hefur að nýju vakið upp ótta hjá breskum sparifjáreigendum um öryggi innistæðna sinna í erlendum bönkum í Bretlandi. Þessi ótti kemur upp á sama tíma og vitað er að margir erlendir bankar ætla að hasla sér völl á breska markaðinum á þessu ári Fjallað er um málið í sunnudagsútgáfu The Times. Þar kemur fram að meðal þeirra banka sem boðað hafa starfsemi í Bretlandi eru National Australia Bank (NAB), brasilíski bankinn Itau Unibanco og Metro Bank í Bandaríkjunum. NAB á þegar Clydesdale og Yorkshire bankanna og er að undirbúa yfirtökutilboð á Northern Rock bankanum sem var þjóðnýttur í upphafi fjármálakreppunna. Þar að auki hyggst NAB bjóða í þau hundruð útibúa sem Royal Bank of Scotland hefur nú í sölumeðferð. Times greinir frá því að svipað og íslensku bankarnir á sínum tíma bjóða hinir erlendu nú bestu kjörin á breska markaðinum. Nefnt er sem dæmi að Punjab National Bank býður nú bestu kjörin á eins ára skuldabréfum eða 4% vexti. Af þeim tíu bönkum sem bjóða bestu kjörin á breska fjármálamarkaðinum eru sex í eigu útlendinga samkvæmt upplýsingum frá moneyfacts.co.uk. Rachel Thrussell hjá Moneyfacts segir að almenningur sé enn ekki farinn að setja sparifé sitt á ný á reikninga í erlendum bönkum. Þetta þýðir að þeir hafa enn ekki fyllt upp í lánasöfn sín og eru því í stakk búnir til að bjóða betri vexti. Thrussell reiknar með að þessir bankar verði áfram samkeppnishæfir á þessu ári. Í umfjöllun Times segir að hinsvegar falli allir þessir erlendu bankar ekki undir breska innistæðutryggingarkerfið þar sem fyrstu 50.000 pundin eru tryggð. Í sumum tilfella verður viðkomandi að leita til stjórnvalda í heimalandi bankans eins og gerðist í Icesave málinu. Nefnd eru dæmi um hvaða bankar falli undir innistæðutrygginguna og hverjir ekki. Síðan eru tekin dæmi um þann mun sem hefur orðið á uppgjörum íslensku bankanna gagnvart kröfuhöfum í hópi almennra sparifjáreigenda. Icesave var borgað út af breskum stjórnvöldum þ.e. upp að 50.000 pundum. Það sama á við um innistæðueigendur hjá Singer & Friedlander á eyjunni Mön en þeir þurfa hinsvegar að bíða allt í átta ár til að fá uppgerðar eftirstöðvarnar. Íbúar á Gurnesey sem áttu inni hjá Landsbankanum hafa hinvegar aðeins fengið 67.5% og vonir standa til að þeir fái allt að rúmlega 90% endurheimt af fé sínu. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Icesavemálið hefur að nýju vakið upp ótta hjá breskum sparifjáreigendum um öryggi innistæðna sinna í erlendum bönkum í Bretlandi. Þessi ótti kemur upp á sama tíma og vitað er að margir erlendir bankar ætla að hasla sér völl á breska markaðinum á þessu ári Fjallað er um málið í sunnudagsútgáfu The Times. Þar kemur fram að meðal þeirra banka sem boðað hafa starfsemi í Bretlandi eru National Australia Bank (NAB), brasilíski bankinn Itau Unibanco og Metro Bank í Bandaríkjunum. NAB á þegar Clydesdale og Yorkshire bankanna og er að undirbúa yfirtökutilboð á Northern Rock bankanum sem var þjóðnýttur í upphafi fjármálakreppunna. Þar að auki hyggst NAB bjóða í þau hundruð útibúa sem Royal Bank of Scotland hefur nú í sölumeðferð. Times greinir frá því að svipað og íslensku bankarnir á sínum tíma bjóða hinir erlendu nú bestu kjörin á breska markaðinum. Nefnt er sem dæmi að Punjab National Bank býður nú bestu kjörin á eins ára skuldabréfum eða 4% vexti. Af þeim tíu bönkum sem bjóða bestu kjörin á breska fjármálamarkaðinum eru sex í eigu útlendinga samkvæmt upplýsingum frá moneyfacts.co.uk. Rachel Thrussell hjá Moneyfacts segir að almenningur sé enn ekki farinn að setja sparifé sitt á ný á reikninga í erlendum bönkum. Þetta þýðir að þeir hafa enn ekki fyllt upp í lánasöfn sín og eru því í stakk búnir til að bjóða betri vexti. Thrussell reiknar með að þessir bankar verði áfram samkeppnishæfir á þessu ári. Í umfjöllun Times segir að hinsvegar falli allir þessir erlendu bankar ekki undir breska innistæðutryggingarkerfið þar sem fyrstu 50.000 pundin eru tryggð. Í sumum tilfella verður viðkomandi að leita til stjórnvalda í heimalandi bankans eins og gerðist í Icesave málinu. Nefnd eru dæmi um hvaða bankar falli undir innistæðutrygginguna og hverjir ekki. Síðan eru tekin dæmi um þann mun sem hefur orðið á uppgjörum íslensku bankanna gagnvart kröfuhöfum í hópi almennra sparifjáreigenda. Icesave var borgað út af breskum stjórnvöldum þ.e. upp að 50.000 pundum. Það sama á við um innistæðueigendur hjá Singer & Friedlander á eyjunni Mön en þeir þurfa hinsvegar að bíða allt í átta ár til að fá uppgerðar eftirstöðvarnar. Íbúar á Gurnesey sem áttu inni hjá Landsbankanum hafa hinvegar aðeins fengið 67.5% og vonir standa til að þeir fái allt að rúmlega 90% endurheimt af fé sínu.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira