

Nú er tækifæri til breytinga
Það skal tekið skýrt fram að ekki var mælt með ákveðinni leið af hálfu starfshópsins þó mestur stuðningur innan hans hafi verið við svokallaða samningaleið. Aðrar leiðir voru ræddar, s.s. innköllun og endurúthlutun aflaheimilda á einu bretti og endurráðstöfun með nýtingarsamningi, tilboðsleið og pottaleið. Fulltrúar VG og Samfylkingar telja að nýta þurfi það besta úr fyrirliggjandi hugmyndum til að ná fram markmiðum stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um réttlátara fiskveiðistjórnunarkerfi. Ég lýsti ekki stuðningi við eina leið frekar en aðra, því ljóst er að endanleg útfærsla verður að liggja fyrir svo hægt sé að taka afstöðu til hennar. En í ljósi þess að mestur stuðningur af hálfu starfshópsins var við samningaleiðina lagði ég fram eftirfarandi bókun þegar skýrslunni var skilað til sjávarútvegsráðherra 6. september sl.
„Starfshópur um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða hefur nú skilað af sér skýrslu og er mestur stuðningur af hálfu hópsins við svokallaða samningaleið. Í skýrslunni kemur hins vegar hvergi fram nein endanleg útfærsla um samningsákvæði svo sem um skilyrði um meðferð aflaheimilda. Undirrituð telur því brýnt að í slíkum samningum við opinbera aðila séu m.a. lögð til grundvallar eftirfarandi atriði:
• Að framsal sé óheimilt nema með samþykki beggja samningsaðila og að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem m.a. tryggja að hugsanlegur ágóði renni til ríkisins.
• Framsal verði ekki heimilað hafi það í för með sér byggðaröskun. Ákvæði verði sett í samninga um byggðatengingu aflaheimilda til að styrkja búsetuskilyrði íbúanna og til að koma í veg fyrir byggðaröskun og frekari samþjöppun aflaheimilda.
• Skýr ákvæði séu sett um veðsetningu samninga sem háð séu samþykki beggja samningsaðila. Ef veðsetning verður heimiluð á annað borð þá verði hún takmörkuð við þarfir sjávarútvegsins.
• Að við innköllun allra aflaheimilda á einu bretti og endurúthlutunar á grundvelli nýtingarsamnings gegn gjaldi verði byggt á jafnræðissjónarmiðum.
• Að í samningum verði leiguframsal afnumið og tryggður opinber leigumarkaður með aflaheimildir sem nýtast m.a. til nýliðunar.
• Sett verði á aukin veiðiskylda handhafa veiðiheimilda þó takmörkuð tegundatilfærsla verði heimiluð eftir sem áður.
• Að ráðstöfun á aukningu aflaheimilda komi ekki sjálfkrafa inn á gildandi samninga og geti aukningin því nýst til nýliðunar og byggðatengdra aðgerða ásamt því að aflaheimildirnar verði settar á opinberan leigumarkað.
• Að tryggt sé að handhafi aflaheimilda samkvæmt samningi starfi eftir gildum kjarasamningi og brot geti þýtt riftun samninga.
• Setja verður almenn skilyrði fyrir gerð samnings svo sem um tilskilin rekstrarleyfi sem fela m.a. í sér skil á opinberum gjöldum. Á sama hátt verði sett ákvæði um riftun ef samningsaðili brýtur þau ákvæði sem sett eru."
Fleiri atriði hefði mátt nefna, eins og lengd samninga en í mínum huga eru samningar til 10 ára hámark með möguleikum á endurskoðun á tímabilinu.
Nú reynir á kjark og hugrekki stjórnmálamanna að gera þær breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem þjóðin hefur kallað eftir til fjölda ára. Við höfum alla möguleika á að skapa sjávarútveginum öryggi til framtíðar og góð rekstrarskilyrði, jafnframt því að skapa íbúum sjávarbyggða traustari búsetuskilyrði og að tryggja að arðurinn af sjávarauðlindinni renni til þjóðarinnar. Nú treysti ég því að okkar góði sjávarútvegsráðherra nýti vel þessi tímamót í þeirri vinnu sem framundan er í endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Þjóðin bindur vonir við að vinstristjórn hafi hugrekki og þor til að gera þær breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem skapi heilbrigðara og réttlátara fyrirkomulag fyrir þjóðina alla.
Skoðun

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar