Forstjóri bandaríska bankans JP Morgan Chase segir að umheiminum stafi muni meiri hætta af efnahagsástandinu í Kaliforníu heldur en efnahagsvandræðum Grikkja. Geti ríkið ekki staðið skil á skuldum sínum geti það haft keðjuverkandi áhrif á önnur ríki Bandaríkjanna og um leið umheiminn. Þetta kom fram í máli forstjórans, Jamie Dimon, á ársfundi fjármálastofnanna á Wall Street í gær.
Ef Kalifornía væri sjálfstæð þjóð væri það áttunda stærsta hagkerfi heimsins. Ríkið glímir við gríðarlegan fjárlagahalla. Ríkisstjórn Grikklands stendur einnig frammi fyrir miklum skuldavanda og hefur kynnt umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir. Þeim hefur verið mótmælt harðlega á götum úti undanfarnar vikur. Grikkir þurfa að fá tugmilljarða evra að láni til að reisa landið við.
Meiri hætta stafar af Kaliforníu

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur


Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð
Viðskipti innlent

Bretar fyrstir til að semja við Trump
Viðskipti erlent