Fótbolti

Leikmaður West Ham verður fyrirliði Þjóðverja á móti Dönum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Hitzlsperger.
Thomas Hitzlsperger. Mynd/AFP
West Ham maðurinn Thomas Hitzlsperger mun bera fyrirliðabandið þegar Þjóðverjar mæta Dönum í vináttulandsleik á morgun.

Mikil spenna er í Þýskalandi hvort Michael Ballack fái aftur fyrirliðastöðuna í liðinu þegar hann snýr aftur hvort eða Philipp Lahm, fyrirliði liðsins á HM í sumar, fái að halda fyrirliðabandinu.

Michael Ballack og Philipp Lahm verða ekki með á móti Dönum, Ballack er ekki orðinn góður af meiðslunum sem héldu honum frá HM og Joachim Löw ætlar að hvíla HM-leikmennina sína í þessum leik.

Thomas Hitzlsperger er 28 ára gamall miðjumaður sem gekk nýlega í raðir West Ham eftir að hafa átt erfiða tíma með Lazio á síðustu leiktíð. Hann komst ekki í HM-hóp Þjóðverja en á að baki 51 landsleik frá árinu 2004.

„Thomas er reynslumikill leikmaður, hann hefur verið lengi í landsliðinu og býr yfir leiðtogahæfileikum," sagði Joachim Löw en hann sagði jafnfram að Tim Wiese muni byrja í þýska markinu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×