Evruríkin ættu að velta því vandlega fyrir sér hvort þörf sé á því evrópskri stofnun, sambærilegri við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, til þess að forðast nýtt áfall líkt og hrun Grikklands. Þetta segir Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands, í samtali við þýska blaðið Welt.
Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að það sé fullkomlega eðlilegt að Evrópuríkin reyni að byggja upp allar þær stofnanir sem þeir telji sig þurfa.
Fjárhagsvandræðin sem Grikkir hafa staðið frammi fyrir á þessu ári eru mesta próf sem evruríkin hafa staðið frammi fyrir frá því að Myntbandalag Evrópu var stofnað. Evran hefur lækkað um næstum 5 prósent gagnvart bandaríkjadal á þessu ári vegna ótta við að mögulegt greiðsluþrot Grikkja gæti gert út um myntsamstarfið.
Forsætisráðherra Grikkja, George Papandreou, hefur kynnt umfangsmiklar niðurskurðaraðgerðir til þess að fást við fjárhagsvandann. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur hingað til verið ófús til að tjá sig um hverskonar aðstoð evruríkin myndu bjóða Grikkjum ef þörf væri á. Enda er talið að slíkar björgunaraðgerðir myndu mælast mjög illa fyrir á meðal almennings í Þýskalandi.
Daily Telegraph greindi frá.
Rætt um að evruríkin stofni sérstakan gjaldeyrissjóð
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu
Viðskipti innlent

Bretar fyrstir til að semja við Trump
Viðskipti erlent

Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni
Viðskipti innlent
